Emma Watson um kynjamisrétti: Aðeins verið leikstýrt tvisvar af konu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2015 10:33 Emma Watson leikkona. Vísir/EPA „Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA. Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvorn annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
„Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA.
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvorn annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira