Emma Watson um kynjamisrétti: Aðeins verið leikstýrt tvisvar af konu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2015 10:33 Emma Watson leikkona. Vísir/EPA „Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA. Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA.
Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira