Emma Watson um kynjamisrétti: Aðeins verið leikstýrt tvisvar af konu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2015 10:33 Emma Watson leikkona. Vísir/EPA „Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA. Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
„Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA.
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira