Emma Watson um kynjamisrétti: Aðeins verið leikstýrt tvisvar af konu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2015 10:33 Emma Watson leikkona. Vísir/EPA „Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA. Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Enginn í joggingbuxum í París Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
„Ég hef upplifað kynjamisrétti á þann hátt að mér hefur verið leikstýrt af karlmönnum sautján sinnum en aðeins tvisvar af konum,“ sagði Emma Watson í viðtali við Guardian um kynjamisrétti í Hollywood. „Af þeim framleiðendum sem ég hef starfað með hafa þrettán verið karlmenn en ein verið kona.“ Greinin tekur saman ummæli níu kvenna sem starfað hafa í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs; leikstjórar, handritshöfundar og búningahönnuður deila reynslu sinni.Lexi Alexander er leikstjóri og bardagameistari.Vísir/EPA„En ég er heppin,“ útskýrði Watson sem er þekktust fyrir leik sinn í Harry Potter myndunum og fyrir að hafa ýtt úr vör átakinu HeForShe á vegum UN Women á síðasta ári. „Ég hef alltaf krafist þess að komið sé fram við mig á sama hátt og aðra og ég hef oftast náð fram því jafnrétti. Flest af þeim vandamálum sem ég hef staðið frammi fyrir hafa verið af völdum fjölmiðla, þar hef ég fengið allt aðra meðferð en karlkyns meðleikarar mínir. Ég held að starf mitt með Sameinuðu þjóðunum hafi gert það að verkum að ég er enn meðvitaðri um vandamálin. Ég fór út að borða á vegum vinnunnar um daginn og það voru sjö karlmenn og svo ég.“ Lexi Alexander, leikstjóri kvikmyndanna Green Street og Lifted, segist viss um að 99 prósent kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hafi upplifað misrétti vegna kynferðis. „Ég get talið upp ótal dæmi. Allt frá bílstjóranum sem neitaði að aka af stað af því að hann hafði fengið þau fyrirmæli að hann ætti að bíða eftir leikstjóranum – sem var ég og til stjórnenda sem reyna að halda því fram að þeir þurfi karlkyns leikstjóra fyrir kvikmynd um hnefaleika og slagsmál, svo ráða þeir mann sem hefur aldrei barist á ævinni og ég varði betri partinum af æsku minni sem alþjóðlegur bardagameistari.“ Lexi varð heimsmeistari í karate og öðrum bardagaíþróttum þegar hún var 19 ára. Þrátt fyrir það hefur verið sagt við hana: „Við viljum gjarnan að þú leikstýrir kvikmyndinni en, nafnlaus karlkyns kvikmyndastjarna, neitar að láta konu leikstýra sér.“Lesa má úttekt Guardian hér í fullri lengd – þar er rætt við Tess Morris, handritshöfund Man up, Ellen Kuras, sem skaut myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Amöndu Nevill, forstjóra British Film Institute og fleiri virtar konur í bransanum.Emma Watson hefur verið talskona HeForShe átaksins þar sem karlmenn eru hvattir til þess að láta sig kynjamisrétti varða.Vísir/EPA.
Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Enginn í joggingbuxum í París Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp