Innlent

Eina lausnin fram undan eru aðgerðir segir fólkið í SFR

Þorgnýr Einar Albertsson skrifar
Alma Lísa Jóhannsdóttir, verkefnastjóri trúnaðarmanna SFR
Alma Lísa Jóhannsdóttir, verkefnastjóri trúnaðarmanna SFR
Rætt var um kjaramál og stöðu mála í samningaviðræðum SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu og ríkisins á fjölmennum fundi trúnaðarmannaráðs SFR í gærkvöldi.

Að sögn Ölmu Lísu Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra trúnaðarmanna SFR, var hljóðið í þeim trúnaðarmönnum sem mættu mjög þungt. Hún segir næsta skref vera að heyra í baklandinu og hefur verið boðað til fundar í Háskólabíó á þriðjudag.

Í tilkynningu SFR segir að hljóðið í fundargestum hafi verið þannig að eina lausnin fram undan væru aðgerðir.

„Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um verkföll eða neitt svoleiðis en við erum að hlusta á baklandið. Það er engin ánægja með þetta tilboð sem við höfum fengið,“ segir Alma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×