Bjarni Benediktsson: Látum ekki hóta okkur til að gangast undir flóttamannastefnu ESB Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. september 2015 18:40 Bjarni Benediktsson ætlar ekki að láta undan hótunum, jafnvel þó Brussel geti haft lög að mæla. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira