Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 09:50 Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira