„Nú kemur stríðið gangandi til okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 22:15 Gríðarlegur fjöldi flóttamanna streymir til Evrópu. Vísir/AFP „Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
„Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21
Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23