„Nú kemur stríðið gangandi til okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 22:15 Gríðarlegur fjöldi flóttamanna streymir til Evrópu. Vísir/AFP „Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
„Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21
Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23