Lífið

Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki

Líklega er um grín að ræða
Líklega er um grín að ræða mynd/gunnlaugur
„Vegna viðskiptabanns Reykjavíkurborgar á Ísrael er óheimilt að greiða stöðugjald eða stöðubrotagjald vegna þessarar bifreiðar. Vinsamlega virðið það og sektið ekki,“ segir á miða sem settur hafði verið undir framrúðu bíls í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Yfirskrift bleðilsins var „Ísraelskur ríkisborgari“. Með þessu vísar eigandi bílsins í ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael.

Ekki liggur fyrir hver eigandi bílsins er, en Gunnlaugur Jónsson varð var við miðann í dag og smellti af honum ljósmynd, sem sjá má hér fyrir ofan. Samkvæmt heimildum er þó um grín að ræða.


Tengdar fréttir

Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa

Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup.

„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×