Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. september 2015 14:07 Elísabet var þreytt að hlaupinu loknu. Mynd/Elísabet Elísabet Margeirsdóttir varð fimmtánda konan í mark í Ultra Trail du Mont Blanc-fjallahlaupinu sem fór fram um helgina. Þátttakendur hlaupa 170 kílómetra í kringum Mont Blanc fjallgarðinn og samanlagt er um tíuþúsund metra hækkun á leiðinni. Elísabet fór hlaupið á 32 klukkutímum og fjörtíu mínútum og telst það mjög góður árangur. Hún var í hópi þeirra fyrstu tvö hundruð sem komu í mark en um 2500 manns taka þátt í hlaupinu. „Það voru um fjörtíu prósent í ár held ég sem kláruðu ekki hlaupið. Þannig að það er talsvert mikið brottfall, það er margt sem getur komið upp á og svo eru líka margir sem ná ekki tímamörkunum.“ Tímamörkin eru 46 klukkutímar og því var Elísabet vel undir þeim. Hún bætti sig frá því að hún tók þátt í hlaupinu í fyrra en þá var hún í 17. sæti. Hlaupið var sterkara nú í ár að sögn Elísabetar auk þess sem klukkustund var bætt við leiðina. „Ef maður er að keppast við tímann þá sefur maður ekkert og stoppar eins stutt og maður getur á drykkjarstöðvunum.“Innilega til hamingju með hlaupið, Elisabet! Congratulations on a great finish at UTMB to Elisabet Margeirsdottir,...Posted by RunIceland on Sunday, August 30, 2015Íslendingurinn ekki í sínum kjöraðstæðum „Ég er að hlaupa eins mikið og ég get, er á ferðinni stanslaust. En svo labbar maður upp mjög brattar brekkur en þetta eru alveg tíu fjöll sem maður fer yfir á leiðinni. Tíu hækkanir sem eru brattar á köflum. Þannig að þetta er frekar erfitt.“ Elísabet var mjög þreytt þegar hún kom í mark en hún lenti í nokkrum óhöppum á leiðinni. Hún hrasaði nokkrum sinnum og þegar hún átti hundrað kílómetra eftir brotnaði fingur hennar. „En svona heilt yfir var þetta rosalega frábær dagur og æðislegar aðstæður. Reyndar var mjög heitt, alveg þrjátíu stiga hiti þannig að Íslendingurinn var ekki í sínum kjöraðstæðum.“ Fimmtán Íslendingar tóku þátt í hlaupinu í ár. „En það voru lækir á leiðinni sem ég gat notað til að kæla mig.“Komið að þessu!! Ultra Trail du Mt. Blanc ... 170 km með 10 þúsund metra hækku. Spáð 25-35 stiga hita yfir daginn þetta ...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Thursday, August 27, 2015Hún hefur tekið þátt í mörgum sambærilegum hlaupum en segir Mont Blanc hlaupið það stærsta í geiranum. „Þetta er svona mekka hlaupanna. Þetta er aðalhlaupið.“ Hún segir að það þurfi að æfa af mikilli elju fyrir hlaup sem þetta. „Það þarf að koma rosalega vel undirbúinn í þetta. Bæði líkamlega og andlega undirbúinn. Það þarf að skipuleggja sig vel og vita nákvæmlega út í hvað maður er að fara. Síðan er mikilvægt að næra sig vel. Það er algengara en ekki að fólk lendi í magavandamálum og það getur verið mjög erfitt að halda áfram ef þú kemur ekki niður orku.“ Elísabet segir það mun skemmtilegra að stunda líkamsrækt úti í náttúrunni heldur en að binda hana einungis við líkamsræktarstöðvar. Það geta allir byrjað að stunda náttúruhlaup en hún rekur fyrirtækið Arctic Running sem heldur utan um náttúruhlaupanámskeið ásamt 66°Norður. „Ef fólk hefur áhuga á að kynnast svona hlaupum þá erum við með sérnámskeið bæði fyrir algjöra byrjendur og lengra komna.“Happy #utmb finisher! Frábær dagur í alla staði með smá erfiðleikum. Mikil bæting þrátt fyrir brútal viðbót á leiðinni,...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Sunday, August 30, 2015Freistandi að prófa að fara enn lengra Ofurhlaupakonan segist hvíla líkamann í tíu daga áður en hún byrjar að hlaupa aftur langar vegalengdir. Hún útilokar ekki fleiri ofurhlaup í framtíðinni. „Það er ekki komið neitt á planið en það eru mörg hlaup í boði. Það er alltaf freistandi að prófa að fara lengra og reyna meira á sig þegar maður hefur náð góðum árangri. En maður tekur bara eitt hlaup í einu, það eru svo mörg í boði, það þarf að finna út hvort maður hefur tök á því að fara og tíma og svona.“ Elísabet hljóp hundrað og nítján kílómetra fyrr í sumar þegar hún tók þátt í The North Face Lavaredo Ultra Trail. Hér að neðan má sjá myndband sem Elísabet deildi sem gefur nokkuð skemmtilega mynd af þeim hlaupum sem hún er að taka þátt í erlendis.Eftir frábæra Mt. Esja Ultra viku tekur við næsta skemmtilega verkefni sumarsins.. The North Face Lavaredo Ultra Trail. ...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Monday, June 22, 2015 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir varð fimmtánda konan í mark í Ultra Trail du Mont Blanc-fjallahlaupinu sem fór fram um helgina. Þátttakendur hlaupa 170 kílómetra í kringum Mont Blanc fjallgarðinn og samanlagt er um tíuþúsund metra hækkun á leiðinni. Elísabet fór hlaupið á 32 klukkutímum og fjörtíu mínútum og telst það mjög góður árangur. Hún var í hópi þeirra fyrstu tvö hundruð sem komu í mark en um 2500 manns taka þátt í hlaupinu. „Það voru um fjörtíu prósent í ár held ég sem kláruðu ekki hlaupið. Þannig að það er talsvert mikið brottfall, það er margt sem getur komið upp á og svo eru líka margir sem ná ekki tímamörkunum.“ Tímamörkin eru 46 klukkutímar og því var Elísabet vel undir þeim. Hún bætti sig frá því að hún tók þátt í hlaupinu í fyrra en þá var hún í 17. sæti. Hlaupið var sterkara nú í ár að sögn Elísabetar auk þess sem klukkustund var bætt við leiðina. „Ef maður er að keppast við tímann þá sefur maður ekkert og stoppar eins stutt og maður getur á drykkjarstöðvunum.“Innilega til hamingju með hlaupið, Elisabet! Congratulations on a great finish at UTMB to Elisabet Margeirsdottir,...Posted by RunIceland on Sunday, August 30, 2015Íslendingurinn ekki í sínum kjöraðstæðum „Ég er að hlaupa eins mikið og ég get, er á ferðinni stanslaust. En svo labbar maður upp mjög brattar brekkur en þetta eru alveg tíu fjöll sem maður fer yfir á leiðinni. Tíu hækkanir sem eru brattar á köflum. Þannig að þetta er frekar erfitt.“ Elísabet var mjög þreytt þegar hún kom í mark en hún lenti í nokkrum óhöppum á leiðinni. Hún hrasaði nokkrum sinnum og þegar hún átti hundrað kílómetra eftir brotnaði fingur hennar. „En svona heilt yfir var þetta rosalega frábær dagur og æðislegar aðstæður. Reyndar var mjög heitt, alveg þrjátíu stiga hiti þannig að Íslendingurinn var ekki í sínum kjöraðstæðum.“ Fimmtán Íslendingar tóku þátt í hlaupinu í ár. „En það voru lækir á leiðinni sem ég gat notað til að kæla mig.“Komið að þessu!! Ultra Trail du Mt. Blanc ... 170 km með 10 þúsund metra hækku. Spáð 25-35 stiga hita yfir daginn þetta ...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Thursday, August 27, 2015Hún hefur tekið þátt í mörgum sambærilegum hlaupum en segir Mont Blanc hlaupið það stærsta í geiranum. „Þetta er svona mekka hlaupanna. Þetta er aðalhlaupið.“ Hún segir að það þurfi að æfa af mikilli elju fyrir hlaup sem þetta. „Það þarf að koma rosalega vel undirbúinn í þetta. Bæði líkamlega og andlega undirbúinn. Það þarf að skipuleggja sig vel og vita nákvæmlega út í hvað maður er að fara. Síðan er mikilvægt að næra sig vel. Það er algengara en ekki að fólk lendi í magavandamálum og það getur verið mjög erfitt að halda áfram ef þú kemur ekki niður orku.“ Elísabet segir það mun skemmtilegra að stunda líkamsrækt úti í náttúrunni heldur en að binda hana einungis við líkamsræktarstöðvar. Það geta allir byrjað að stunda náttúruhlaup en hún rekur fyrirtækið Arctic Running sem heldur utan um náttúruhlaupanámskeið ásamt 66°Norður. „Ef fólk hefur áhuga á að kynnast svona hlaupum þá erum við með sérnámskeið bæði fyrir algjöra byrjendur og lengra komna.“Happy #utmb finisher! Frábær dagur í alla staði með smá erfiðleikum. Mikil bæting þrátt fyrir brútal viðbót á leiðinni,...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Sunday, August 30, 2015Freistandi að prófa að fara enn lengra Ofurhlaupakonan segist hvíla líkamann í tíu daga áður en hún byrjar að hlaupa aftur langar vegalengdir. Hún útilokar ekki fleiri ofurhlaup í framtíðinni. „Það er ekki komið neitt á planið en það eru mörg hlaup í boði. Það er alltaf freistandi að prófa að fara lengra og reyna meira á sig þegar maður hefur náð góðum árangri. En maður tekur bara eitt hlaup í einu, það eru svo mörg í boði, það þarf að finna út hvort maður hefur tök á því að fara og tíma og svona.“ Elísabet hljóp hundrað og nítján kílómetra fyrr í sumar þegar hún tók þátt í The North Face Lavaredo Ultra Trail. Hér að neðan má sjá myndband sem Elísabet deildi sem gefur nokkuð skemmtilega mynd af þeim hlaupum sem hún er að taka þátt í erlendis.Eftir frábæra Mt. Esja Ultra viku tekur við næsta skemmtilega verkefni sumarsins.. The North Face Lavaredo Ultra Trail. ...Posted by Elisabet Margeirsdottir on Monday, June 22, 2015
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira