Innlent

Guðbjartur berst við krabbamein

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Guðbjartur greindist í júlí og kemur ekki strax til þingstarfa.
Guðbjartur greindist í júlí og kemur ekki strax til þingstarfa. Vísir/Stöð 2
Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, verður í leyfi frá þingstörfum fyrstu vikur nýs þings, sem sett verður í dag, vegna veikinda. Á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sagði hann frá því að í júlí greindist hann með krabbamein sem hann er nú að eiga við.

Guðbjartur segir í skilaboðunum að hann treysti á að Alþingi standi sig í erfiðum störfum framundan, leggi áherslu á afkomu þeirra sem minnst hafa og gæti hags barna, öryrkja og eldri borgara.

Kæra fjölskylda, vinir, félagar, samstarfsfólk og allir Fb félagar og vinir.Fljótt skipast veður í lofti og ljóst er a...

Posted by Guðbjartur Hannesson on Monday, September 7, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×