Innlent

Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Vísir/GVA
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varar við því að stjórnarskrárkosningar verði haldnar samhliða forsetakosningum. Hann sagði að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. Þar að auki eigi að vanda vel til verks.

„Sé það hins vegar ætlun þingsins að fara nú að hreyfa við þessum hornsteini í stjórnarskrá lýðveldisins, ber að vanda vel þá vegferð, gaumgæfa orðalag og allar hliðar málsins; efna til víðtækrar umræðu meðal þjóðarinnar um afleiðingar slíkrar breytingar, umræðu í samræmi við lýðræðiskröfur okkar tíma og þá þakkarskuld sem við eigum að gjalda kynslóðunum sem í hundrað ár helguðu fullveldisréttinum krafta sína.“

Þetta sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu við þingsetningu fyrr í dag.

Hann telur nauðsynlegt að stjórnskipun landsins sé ekki í uppnámi þegar þjóðin velur forseta, vegna óvissu um ákvæði sem gætu breytt valdi og sessi forsetans. Því ætti ekki að kjósa um stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum.

„Því ítreka ég nú hin sömu varnaðarorð og við þingsetningu fyrir fjórum árum: að Alþingi tryggi að þjóðin viti með vissu hver staða forsetans sé í stjórnskipun landsins þegar hún gengur að kjörborðinu; annars gætu forsetakosningar orðið efni í óvissuferð.“


Tengdar fréttir

Óljós yfirlýsing forseta

Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×