Fljúgandi trampólín geta reynst lífshættuleg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2015 13:05 Vigdís Björk Agnarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, segir að nóttin hafi verið sannkölluð trampólín nótt. Mikill erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lausamunir fóru á flug í storminum sem gekk yfir suðvesturhorn landsins. „Við sáum trampólín sem voru vafin utan um skorstein, vafin utan um staura, uppi í tré, það var líka mikið um brotin tré. Það er auðvitað ýmislegt sem fólk getur gert til að þetta sé ekki svona af því að töluvert af því sem við vorum að gera í nótt er eitthvað sem við ættum ekki að þurfa að vera að gera. Fólk á að geta gert þetta sjálft, eins og til dæmis að festa ruslatönnur. Það var mikið af ruslatunnum sem voru að fjúka út á götu og yfir á lóðir og utan í bíla. Og svo eru það auðvitað þessi trampólín.“„Manndrápstæki ef þetta kemur á fleygiferð á þig“ Vigdís segir að fólk átti sig ekki endilega á hættunni sem fljúgandi trampólíni fylgir. „Þetta er ekki bara það að trampólínið fari af stað og lendi í garðinum hjá manni. Við erum bókstaflega að tala um það að trampólín takast á loft og þau fljúga bara eins og frisbídiskur af stærstu gerð. Þetta er stórhættulegt ef þetta fer af stað. Við viljum ekki lenda í því að fá okkur fjúkandi trampólín því það yrði lítið eftir af okkur ef það myndi brotlenda á okkur.“ Stærstu trampólín eru nokkrir metrar í þvermál. „Þetta eru bara manndrápstæki ef þetta kemur á fleygiferð á þig,“ segir Vigdís. Einnig fuku stillansar, þakkantar og plötur, ferðavagnar og skjólveggir í veðrinu, sem er fyrsta haustlaugðin í ár. Á þremur stöðum féllu tré á götur og lokuðu þeim; við Strandgötu í Hafnarfirði, Hlíðarveg í Kópavogi og Höfðabakka í Reykjavík. Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. 9. september 2015 10:38 Trampólín fuku og tré brustu undan vindinum Vinnupallar hrundu við að minnsta kosti eina nýbyggingu og þakplötur fóru að losna af nokkrum þökum. 9. september 2015 06:48 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Vigdís Björk Agnarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, segir að nóttin hafi verið sannkölluð trampólín nótt. Mikill erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu þar sem lausamunir fóru á flug í storminum sem gekk yfir suðvesturhorn landsins. „Við sáum trampólín sem voru vafin utan um skorstein, vafin utan um staura, uppi í tré, það var líka mikið um brotin tré. Það er auðvitað ýmislegt sem fólk getur gert til að þetta sé ekki svona af því að töluvert af því sem við vorum að gera í nótt er eitthvað sem við ættum ekki að þurfa að vera að gera. Fólk á að geta gert þetta sjálft, eins og til dæmis að festa ruslatönnur. Það var mikið af ruslatunnum sem voru að fjúka út á götu og yfir á lóðir og utan í bíla. Og svo eru það auðvitað þessi trampólín.“„Manndrápstæki ef þetta kemur á fleygiferð á þig“ Vigdís segir að fólk átti sig ekki endilega á hættunni sem fljúgandi trampólíni fylgir. „Þetta er ekki bara það að trampólínið fari af stað og lendi í garðinum hjá manni. Við erum bókstaflega að tala um það að trampólín takast á loft og þau fljúga bara eins og frisbídiskur af stærstu gerð. Þetta er stórhættulegt ef þetta fer af stað. Við viljum ekki lenda í því að fá okkur fjúkandi trampólín því það yrði lítið eftir af okkur ef það myndi brotlenda á okkur.“ Stærstu trampólín eru nokkrir metrar í þvermál. „Þetta eru bara manndrápstæki ef þetta kemur á fleygiferð á þig,“ segir Vigdís. Einnig fuku stillansar, þakkantar og plötur, ferðavagnar og skjólveggir í veðrinu, sem er fyrsta haustlaugðin í ár. Á þremur stöðum féllu tré á götur og lokuðu þeim; við Strandgötu í Hafnarfirði, Hlíðarveg í Kópavogi og Höfðabakka í Reykjavík.
Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. 9. september 2015 10:38 Trampólín fuku og tré brustu undan vindinum Vinnupallar hrundu við að minnsta kosti eina nýbyggingu og þakplötur fóru að losna af nokkrum þökum. 9. september 2015 06:48 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05
Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. 9. september 2015 10:38
Trampólín fuku og tré brustu undan vindinum Vinnupallar hrundu við að minnsta kosti eina nýbyggingu og þakplötur fóru að losna af nokkrum þökum. 9. september 2015 06:48
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent