Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Um eitt hundrað íslensk netföng eru meðal þess sem finna má í gögnum sem hakkarar birtu úr gagnagrunni vefsíðunnar Ashley Madison, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi. Gögnin voru sett á netið í gær, mánuði eftir að tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team hótuðu að gera þau opinber. Alls komust hakkararnir yfir nöfn og upplýsingar um 37 milljón notenda síðunnar. Gögnin gengu um netið í gær en þess má geta að gagnasafnið er gríðarlega stórt og þarf öfluga tölvu og tölvukunnáttu til þess að komast í gögnin.Voru ósáttir við þjónustunaVefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Hakkararnir sem brutust inn í gagnagrunn Ashely Madison voru ósáttir við loforð sem aðstandendur síðunnar gáfu viðskiptavinum sínum um að gögnum um þá yrði eytt úr gagnagrunninum gegn gjaldi. Hin svokallaða „Full Delete“ þjónusta kostaði 19 dali, eða um 2500 krónur og áttu þá öll gögn um viðskiptavininn að vera fjarlægð úr gagnagrunninum. Fyrir mánuði síðan bentu hakkararnir á að aðstandendur síðunnar hefðu þénað tæpar 230 milljónir króna á viðskiptavinum sem vildu láta eyða upplýsingum um sig. „Þetta er algjör lygi,“ segir í yfirlýsingu frá hökkurunum og bæta þeir við: „Notendur borga nánast alltaf með kreditkorti; þannig að nafn þeirra og heimilsfang er aldrei fjarlægt, sem eru auðvitað mikilvægustu upplýsingarnar.“„Eiga ekkert betra skilið“ Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Þeir sögðu ennfremur að aðstandendur síðunnar ættu ekkert betra skilið því þeir væru að ljúga að viðskiptavinum. Fyrirtækið Avid Life Media stendur að baki Ashley Madison og sendi stjórn fyrirtækisins frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni var áhersla lögð á að birting gagnanna væri glæpsamleg og að fyrirtækið myndi vinna með yfirvöldum til að hafa hendur í hári þrjótanna.Íslensk netföng Vísir hefur gögnin undir höndunum og er óhætt að segja að þarna séu gífurlega miklar upplýsingar og er líklegt að þær muni berast almenningi næstu dagana. Þegar notendur skráðu sig á síðuna gátu þeir gefið upp heimilsföng, nafn sitt og fleiri upplýsingar. Aðstandendur síðunnar gengu þó aldrei úr skugga um að þær upplýsingar væru réttar. En í gögnunum sem láku má einnig finna GPS-hnit, þannig að hægt er að staðsetja nákvæmlega hvar notendur skráðu sig inn á síðunna. Þær upplýsingar þykja sérstaklega viðkvæmar. Einnig má finna hluta úr kreditkortanúmeri allra notenda og auðvelt er að komast að lykilorði þeirra. Þannig gætu reyndir hakkarar notað gögnin til að komast inn í önnur viðkvæm gögn notenda síðunnar, til að mynda inn á bankareikninga. Tengdar fréttir Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Um eitt hundrað íslensk netföng eru meðal þess sem finna má í gögnum sem hakkarar birtu úr gagnagrunni vefsíðunnar Ashley Madison, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi. Gögnin voru sett á netið í gær, mánuði eftir að tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team hótuðu að gera þau opinber. Alls komust hakkararnir yfir nöfn og upplýsingar um 37 milljón notenda síðunnar. Gögnin gengu um netið í gær en þess má geta að gagnasafnið er gríðarlega stórt og þarf öfluga tölvu og tölvukunnáttu til þess að komast í gögnin.Voru ósáttir við þjónustunaVefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Hakkararnir sem brutust inn í gagnagrunn Ashely Madison voru ósáttir við loforð sem aðstandendur síðunnar gáfu viðskiptavinum sínum um að gögnum um þá yrði eytt úr gagnagrunninum gegn gjaldi. Hin svokallaða „Full Delete“ þjónusta kostaði 19 dali, eða um 2500 krónur og áttu þá öll gögn um viðskiptavininn að vera fjarlægð úr gagnagrunninum. Fyrir mánuði síðan bentu hakkararnir á að aðstandendur síðunnar hefðu þénað tæpar 230 milljónir króna á viðskiptavinum sem vildu láta eyða upplýsingum um sig. „Þetta er algjör lygi,“ segir í yfirlýsingu frá hökkurunum og bæta þeir við: „Notendur borga nánast alltaf með kreditkorti; þannig að nafn þeirra og heimilsfang er aldrei fjarlægt, sem eru auðvitað mikilvægustu upplýsingarnar.“„Eiga ekkert betra skilið“ Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Þeir sögðu ennfremur að aðstandendur síðunnar ættu ekkert betra skilið því þeir væru að ljúga að viðskiptavinum. Fyrirtækið Avid Life Media stendur að baki Ashley Madison og sendi stjórn fyrirtækisins frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni var áhersla lögð á að birting gagnanna væri glæpsamleg og að fyrirtækið myndi vinna með yfirvöldum til að hafa hendur í hári þrjótanna.Íslensk netföng Vísir hefur gögnin undir höndunum og er óhætt að segja að þarna séu gífurlega miklar upplýsingar og er líklegt að þær muni berast almenningi næstu dagana. Þegar notendur skráðu sig á síðuna gátu þeir gefið upp heimilsföng, nafn sitt og fleiri upplýsingar. Aðstandendur síðunnar gengu þó aldrei úr skugga um að þær upplýsingar væru réttar. En í gögnunum sem láku má einnig finna GPS-hnit, þannig að hægt er að staðsetja nákvæmlega hvar notendur skráðu sig inn á síðunna. Þær upplýsingar þykja sérstaklega viðkvæmar. Einnig má finna hluta úr kreditkortanúmeri allra notenda og auðvelt er að komast að lykilorði þeirra. Þannig gætu reyndir hakkarar notað gögnin til að komast inn í önnur viðkvæm gögn notenda síðunnar, til að mynda inn á bankareikninga.
Tengdar fréttir Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24