Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Um eitt hundrað íslensk netföng eru meðal þess sem finna má í gögnum sem hakkarar birtu úr gagnagrunni vefsíðunnar Ashley Madison, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi. Gögnin voru sett á netið í gær, mánuði eftir að tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team hótuðu að gera þau opinber. Alls komust hakkararnir yfir nöfn og upplýsingar um 37 milljón notenda síðunnar. Gögnin gengu um netið í gær en þess má geta að gagnasafnið er gríðarlega stórt og þarf öfluga tölvu og tölvukunnáttu til þess að komast í gögnin.Voru ósáttir við þjónustunaVefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Hakkararnir sem brutust inn í gagnagrunn Ashely Madison voru ósáttir við loforð sem aðstandendur síðunnar gáfu viðskiptavinum sínum um að gögnum um þá yrði eytt úr gagnagrunninum gegn gjaldi. Hin svokallaða „Full Delete“ þjónusta kostaði 19 dali, eða um 2500 krónur og áttu þá öll gögn um viðskiptavininn að vera fjarlægð úr gagnagrunninum. Fyrir mánuði síðan bentu hakkararnir á að aðstandendur síðunnar hefðu þénað tæpar 230 milljónir króna á viðskiptavinum sem vildu láta eyða upplýsingum um sig. „Þetta er algjör lygi,“ segir í yfirlýsingu frá hökkurunum og bæta þeir við: „Notendur borga nánast alltaf með kreditkorti; þannig að nafn þeirra og heimilsfang er aldrei fjarlægt, sem eru auðvitað mikilvægustu upplýsingarnar.“„Eiga ekkert betra skilið“ Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Þeir sögðu ennfremur að aðstandendur síðunnar ættu ekkert betra skilið því þeir væru að ljúga að viðskiptavinum. Fyrirtækið Avid Life Media stendur að baki Ashley Madison og sendi stjórn fyrirtækisins frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni var áhersla lögð á að birting gagnanna væri glæpsamleg og að fyrirtækið myndi vinna með yfirvöldum til að hafa hendur í hári þrjótanna.Íslensk netföng Vísir hefur gögnin undir höndunum og er óhætt að segja að þarna séu gífurlega miklar upplýsingar og er líklegt að þær muni berast almenningi næstu dagana. Þegar notendur skráðu sig á síðuna gátu þeir gefið upp heimilsföng, nafn sitt og fleiri upplýsingar. Aðstandendur síðunnar gengu þó aldrei úr skugga um að þær upplýsingar væru réttar. En í gögnunum sem láku má einnig finna GPS-hnit, þannig að hægt er að staðsetja nákvæmlega hvar notendur skráðu sig inn á síðunna. Þær upplýsingar þykja sérstaklega viðkvæmar. Einnig má finna hluta úr kreditkortanúmeri allra notenda og auðvelt er að komast að lykilorði þeirra. Þannig gætu reyndir hakkarar notað gögnin til að komast inn í önnur viðkvæm gögn notenda síðunnar, til að mynda inn á bankareikninga. Tengdar fréttir Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
Um eitt hundrað íslensk netföng eru meðal þess sem finna má í gögnum sem hakkarar birtu úr gagnagrunni vefsíðunnar Ashley Madison, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi. Gögnin voru sett á netið í gær, mánuði eftir að tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team hótuðu að gera þau opinber. Alls komust hakkararnir yfir nöfn og upplýsingar um 37 milljón notenda síðunnar. Gögnin gengu um netið í gær en þess má geta að gagnasafnið er gríðarlega stórt og þarf öfluga tölvu og tölvukunnáttu til þess að komast í gögnin.Voru ósáttir við þjónustunaVefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Hakkararnir sem brutust inn í gagnagrunn Ashely Madison voru ósáttir við loforð sem aðstandendur síðunnar gáfu viðskiptavinum sínum um að gögnum um þá yrði eytt úr gagnagrunninum gegn gjaldi. Hin svokallaða „Full Delete“ þjónusta kostaði 19 dali, eða um 2500 krónur og áttu þá öll gögn um viðskiptavininn að vera fjarlægð úr gagnagrunninum. Fyrir mánuði síðan bentu hakkararnir á að aðstandendur síðunnar hefðu þénað tæpar 230 milljónir króna á viðskiptavinum sem vildu láta eyða upplýsingum um sig. „Þetta er algjör lygi,“ segir í yfirlýsingu frá hökkurunum og bæta þeir við: „Notendur borga nánast alltaf með kreditkorti; þannig að nafn þeirra og heimilsfang er aldrei fjarlægt, sem eru auðvitað mikilvægustu upplýsingarnar.“„Eiga ekkert betra skilið“ Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Þeir sögðu ennfremur að aðstandendur síðunnar ættu ekkert betra skilið því þeir væru að ljúga að viðskiptavinum. Fyrirtækið Avid Life Media stendur að baki Ashley Madison og sendi stjórn fyrirtækisins frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni var áhersla lögð á að birting gagnanna væri glæpsamleg og að fyrirtækið myndi vinna með yfirvöldum til að hafa hendur í hári þrjótanna.Íslensk netföng Vísir hefur gögnin undir höndunum og er óhætt að segja að þarna séu gífurlega miklar upplýsingar og er líklegt að þær muni berast almenningi næstu dagana. Þegar notendur skráðu sig á síðuna gátu þeir gefið upp heimilsföng, nafn sitt og fleiri upplýsingar. Aðstandendur síðunnar gengu þó aldrei úr skugga um að þær upplýsingar væru réttar. En í gögnunum sem láku má einnig finna GPS-hnit, þannig að hægt er að staðsetja nákvæmlega hvar notendur skráðu sig inn á síðunna. Þær upplýsingar þykja sérstaklega viðkvæmar. Einnig má finna hluta úr kreditkortanúmeri allra notenda og auðvelt er að komast að lykilorði þeirra. Þannig gætu reyndir hakkarar notað gögnin til að komast inn í önnur viðkvæm gögn notenda síðunnar, til að mynda inn á bankareikninga.
Tengdar fréttir Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24