Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni 21. ágúst 2015 19:30 Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, segir að án námsefnisins fái börnin ekki þá menntun sem þau eiga rétt á og læri ekki að lesa og skilja námsefnið. Tungumálin jafnrétthá í lögumStöð tvö sagði frá því fyrr í vikunni að Andri Fannar Ágústsson, tólf ára fái ekki þau námsgögn sem hann þarf en Andri Fannar fæddist heyrnalaus og hans aðalmál er táknmál. Fjölskyldan höfðaði mál gegn ríkinu og sveitarfélaginu en því var vísað frá dómi. Í lögum frá 2011 segir þó: „Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Önnur málsókn er nú í undirbúningi. Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, segir mjög þröngan skilning á móðurmáli barnanna sem. Valgerður segir að fyrst þurfi börnin að læra námsefnið á táknmáli og síðan geti þau lært að lesa íslensku. Læra málið í gegnum augun en ekki eyrun„Börn sem eru heyrnarlaus tileinka sér ekki íslensku á máltökutímanum á sama hátt og börn sem heyra af því að íslenskan kemur í gegnum eyrun. Eina leiðin fyrir börn sem eru heyrnarlaus er í gegnum íslenskt táknmál eða í gegnum augun”, sagði Valgerður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að til þess að íslensk börn geti nýtt sér íslenskar námsbækur þá verða þau að vera búin að skilja hugtökin í til dæmis líffræði í gegnum íslenskt táknmál. Lestrarátakið nær ekki til heyrnarlausra barna„Og nú er átak menntamálaráðherra í lestri fyrir öll börn og til að heyrnalaus börn verði læs þá verða þau að fá góðan málþroska á íslensku táknmáli”, segir Valgerður ennfremur og að þessi hópur barna verði ekki var við þetta átak ráðherra.Ekkert stöðugildi eða fjárframlög er til staðar til þess að búa til námsefnið og hefur Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra ekki vilja tjá sig um málið. Móðurmálið er táknmálValgerður segir að heyrnarlausi nemendurnir séu oft mjög einangraðir í skólanum vegna heyrnarleysisins og skorts á námsgögnum. Þau fái því ekki það nám sem þeir eiga rétt á. „Það sem vantar fyrst og fremst er skilningur fólks á því hvað er máltileinkun og máltaka og hvað móðurmálið er. Ég held að hugmyndafræði fólks um mál sé eins og við heyrum fólk oft segja að öll börn hljóti nú alla vega að geta lært að lesa sama hvað. En vandinn er að heyrnarlausa barnið verður að eiga móðurmál til þess að geta lesið og móðurmál þess er ekki íslenskra. Þannig að hann verður að læra íslensku á grundvelli sín tungumáls sem er íslenskt táknmál”, segir Valgerður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, segir að án námsefnisins fái börnin ekki þá menntun sem þau eiga rétt á og læri ekki að lesa og skilja námsefnið. Tungumálin jafnrétthá í lögumStöð tvö sagði frá því fyrr í vikunni að Andri Fannar Ágústsson, tólf ára fái ekki þau námsgögn sem hann þarf en Andri Fannar fæddist heyrnalaus og hans aðalmál er táknmál. Fjölskyldan höfðaði mál gegn ríkinu og sveitarfélaginu en því var vísað frá dómi. Í lögum frá 2011 segir þó: „Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Önnur málsókn er nú í undirbúningi. Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, segir mjög þröngan skilning á móðurmáli barnanna sem. Valgerður segir að fyrst þurfi börnin að læra námsefnið á táknmáli og síðan geti þau lært að lesa íslensku. Læra málið í gegnum augun en ekki eyrun„Börn sem eru heyrnarlaus tileinka sér ekki íslensku á máltökutímanum á sama hátt og börn sem heyra af því að íslenskan kemur í gegnum eyrun. Eina leiðin fyrir börn sem eru heyrnarlaus er í gegnum íslenskt táknmál eða í gegnum augun”, sagði Valgerður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að til þess að íslensk börn geti nýtt sér íslenskar námsbækur þá verða þau að vera búin að skilja hugtökin í til dæmis líffræði í gegnum íslenskt táknmál. Lestrarátakið nær ekki til heyrnarlausra barna„Og nú er átak menntamálaráðherra í lestri fyrir öll börn og til að heyrnalaus börn verði læs þá verða þau að fá góðan málþroska á íslensku táknmáli”, segir Valgerður ennfremur og að þessi hópur barna verði ekki var við þetta átak ráðherra.Ekkert stöðugildi eða fjárframlög er til staðar til þess að búa til námsefnið og hefur Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra ekki vilja tjá sig um málið. Móðurmálið er táknmálValgerður segir að heyrnarlausi nemendurnir séu oft mjög einangraðir í skólanum vegna heyrnarleysisins og skorts á námsgögnum. Þau fái því ekki það nám sem þeir eiga rétt á. „Það sem vantar fyrst og fremst er skilningur fólks á því hvað er máltileinkun og máltaka og hvað móðurmálið er. Ég held að hugmyndafræði fólks um mál sé eins og við heyrum fólk oft segja að öll börn hljóti nú alla vega að geta lært að lesa sama hvað. En vandinn er að heyrnarlausa barnið verður að eiga móðurmál til þess að geta lesið og móðurmál þess er ekki íslenskra. Þannig að hann verður að læra íslensku á grundvelli sín tungumáls sem er íslenskt táknmál”, segir Valgerður
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira