Innlent

Neyðarblys lenti í hópi áhorfenda á Menningarnótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Það var mikið um dýrðir í miðbænum í gær þegar dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar að um 120 þúsund manns hafi verið í miðbænum á þeirri stundu en þegar sýningin stóð sem hæst lenti neyðarblys, að því er virðist, í þvögunni.

Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur samdi flugeldasýninguna sem var tvískipt í ár og bar titilinn Stjörnubrim og himinn kristallast. Hluti verksins Stjörnubrim var samvinna við hjálparsveit skáta en fjölda neyðarblysa var skotið upp í tengslum við sýninguna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×