Kallar á endurskoðun á sögu landnáms Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. ágúst 2015 13:00 Unnið að fornleifauppgreftri að Hrísbrú í Mosfellsdal þar sem fannst langhús fyrir um tíu árum sem talið hefur verið frá 870 til 910. Samkvæmt aldursgreiningu Páls Theódórssonar hófst búseta á Hrísbrú á tímabilinu 830 til 850. Fréttablaðið/GVA Með nýrri tölvuúrvinnslu er hægt að tímasetja með nákvæmari hætti byggð og fornmuni sem fundist hafa hér á landi. Þetta kemur fram í nýju smáriti Páls Theódórssonar, eðlisfræðings og vísindamanns emeritus hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Páll segir að með aðferðinni sem hann hefur þróað sé kominn traustur grunnur að gjóskutímatalinu (þar sem tímasetning er ákvörðuð eftir gjóskulögum í jarðvegi) og nákvæmar tímasetningar mannvistarleifa og gjóskulaga mögulegar. Óvissumörk tímasetninga séu á bilinu fjögur til tíu ár. „Fornleifafræðingar reyna iðulega að tímasetja mannvist af formgerð muna. Þetta er nú úrelt aðferð,“ segir hann í ritinu.Páll Theódórsson.Páll vill meina að landnám Íslands hafi hafist umtalsvert fyrr en viðtekið sé í fræðaheiminum, þar sem talið sé að landnám hafi hafist í Reykjavík um 870. „Fyrstu landnámsmennirnir hafa vafalítið valið sér land til búsetu við sjávarsíðuna þar sem aðstaða til útróðra var góð,“ segir hann og bætir við að benda megi á fjölmarga staði á landinu sem hefðu þótt álitlegir. „Þar sem umtalsverð forleifarannsókn hefur aðeins farið fram á einum slíkum stað, í Reykjavík, og margt sem bendir til að landnám hafi hafist mun fyrr, stöndum við í raun á byrjunarreit í þessum efnum.“ Ýmsar niðurstöður nýrrar úrvinnslu gjóskusniða sem hann hefur hannað segir Páll að varpi ljósi á þennan frumþátt í sögu þjóðarinnar og sýni að landnám hafi hafist mun fyrr en nú sé talið. „Í ljósi þessara upplýsinga er augljóst að í íslenskri fornleifafræði ríkir alvarleg stöðnun í tímatali landnáms.“ Sögu elstu búsetu á Íslandi þurfi að taka til gagngerrar endurskoðunar.Niðurstöður sínar byggir Páll að hluta á nýrri nálgun við mat á þykknun jarðlaga, en hraði þykknunar segir hann að hafi verið stöðugur í átta aldir eftir 870. „Hvorki búseta manna né stórfelldar breytingar á veðurfari hafa haft áhrif á þykknunina — gagnstætt því sem almennt er talið.“ Í riti Páls kemur fram að hann líti á samantektina sem frumniðurstöður og nýja nálgun sem fleiri geti nýtt sér. „Ég lít á þetta kver sem byrjun þar sem aðrir taka síðan við keflinu.“Hratt landnám bendir til fyrri heimsókna Fáum hlutum í fornleifafræði er hægt að slá fram sem fullvísum, segir Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, og fagnar allri umræðu um aldur fornminja hér á landi.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði.Spurningunni um hvort landnám Íslands hafi verið neglt niður við ártalið 870 segir hann bæði hægt að svara með jái og neii. „Það skýrist æ betur að svarið er já í þeim skilningi að það er ekki fyrr en eftir 870 sem stórfelldir fólksflutningar hefjast hingað. Þá er landið numið geysilega hratt og kannski mun hraðar en menn töldu áður,“ segir hann. Á hinn bóginn sé auðvitað vitað að hingað hafi verið komið fólk fyrir 870. „Og um það deilir enginn.“ Til þess að hratt landnám og uppbygging frá 870 gangi upp segir Orri menn hljóta að gera ráð fyrir fólki hér í einhverjum mæli og þess vegna töluvert löngu á undan. „Í mínum huga er ekkert sem mælir á móti því að fólk hafi siglt hingað eða komið þess vegna hundrað árum áður og það eru nýlegar niðurstöður frá Færeyjum sem benda í nákvæmlega þá átt.“ Orri segir menn hafa verið duglega að lesa söguna þannig að landið hljóti að byggjast um leið og það hafi verið uppgötvað. Allt eins gæti verið að fólk hefði vitað af landinu en ekki séð ástæðu til að byggja það fyrr en um 870. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Með nýrri tölvuúrvinnslu er hægt að tímasetja með nákvæmari hætti byggð og fornmuni sem fundist hafa hér á landi. Þetta kemur fram í nýju smáriti Páls Theódórssonar, eðlisfræðings og vísindamanns emeritus hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Páll segir að með aðferðinni sem hann hefur þróað sé kominn traustur grunnur að gjóskutímatalinu (þar sem tímasetning er ákvörðuð eftir gjóskulögum í jarðvegi) og nákvæmar tímasetningar mannvistarleifa og gjóskulaga mögulegar. Óvissumörk tímasetninga séu á bilinu fjögur til tíu ár. „Fornleifafræðingar reyna iðulega að tímasetja mannvist af formgerð muna. Þetta er nú úrelt aðferð,“ segir hann í ritinu.Páll Theódórsson.Páll vill meina að landnám Íslands hafi hafist umtalsvert fyrr en viðtekið sé í fræðaheiminum, þar sem talið sé að landnám hafi hafist í Reykjavík um 870. „Fyrstu landnámsmennirnir hafa vafalítið valið sér land til búsetu við sjávarsíðuna þar sem aðstaða til útróðra var góð,“ segir hann og bætir við að benda megi á fjölmarga staði á landinu sem hefðu þótt álitlegir. „Þar sem umtalsverð forleifarannsókn hefur aðeins farið fram á einum slíkum stað, í Reykjavík, og margt sem bendir til að landnám hafi hafist mun fyrr, stöndum við í raun á byrjunarreit í þessum efnum.“ Ýmsar niðurstöður nýrrar úrvinnslu gjóskusniða sem hann hefur hannað segir Páll að varpi ljósi á þennan frumþátt í sögu þjóðarinnar og sýni að landnám hafi hafist mun fyrr en nú sé talið. „Í ljósi þessara upplýsinga er augljóst að í íslenskri fornleifafræði ríkir alvarleg stöðnun í tímatali landnáms.“ Sögu elstu búsetu á Íslandi þurfi að taka til gagngerrar endurskoðunar.Niðurstöður sínar byggir Páll að hluta á nýrri nálgun við mat á þykknun jarðlaga, en hraði þykknunar segir hann að hafi verið stöðugur í átta aldir eftir 870. „Hvorki búseta manna né stórfelldar breytingar á veðurfari hafa haft áhrif á þykknunina — gagnstætt því sem almennt er talið.“ Í riti Páls kemur fram að hann líti á samantektina sem frumniðurstöður og nýja nálgun sem fleiri geti nýtt sér. „Ég lít á þetta kver sem byrjun þar sem aðrir taka síðan við keflinu.“Hratt landnám bendir til fyrri heimsókna Fáum hlutum í fornleifafræði er hægt að slá fram sem fullvísum, segir Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, og fagnar allri umræðu um aldur fornminja hér á landi.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði.Spurningunni um hvort landnám Íslands hafi verið neglt niður við ártalið 870 segir hann bæði hægt að svara með jái og neii. „Það skýrist æ betur að svarið er já í þeim skilningi að það er ekki fyrr en eftir 870 sem stórfelldir fólksflutningar hefjast hingað. Þá er landið numið geysilega hratt og kannski mun hraðar en menn töldu áður,“ segir hann. Á hinn bóginn sé auðvitað vitað að hingað hafi verið komið fólk fyrir 870. „Og um það deilir enginn.“ Til þess að hratt landnám og uppbygging frá 870 gangi upp segir Orri menn hljóta að gera ráð fyrir fólki hér í einhverjum mæli og þess vegna töluvert löngu á undan. „Í mínum huga er ekkert sem mælir á móti því að fólk hafi siglt hingað eða komið þess vegna hundrað árum áður og það eru nýlegar niðurstöður frá Færeyjum sem benda í nákvæmlega þá átt.“ Orri segir menn hafa verið duglega að lesa söguna þannig að landið hljóti að byggjast um leið og það hafi verið uppgötvað. Allt eins gæti verið að fólk hefði vitað af landinu en ekki séð ástæðu til að byggja það fyrr en um 870.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent