Innlent

Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í Hæstarétti í morgun,
Í Hæstarétti í morgun, Vísir/GVA
Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. Um er að ræða áfrýjun BHM á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði því að lög sem sett voru á verkfall BHM væru brot á stjórnarskrá og mannréttindum.

Héraðsdómur kvað upp dóm sinn þann 15. júlí síðastliðinn en málið fékk flýtimeðferð fyrir héraði og sömuleiðis nú fyrir Hæstarétti. Verkfallsaðgerðir BHM höfðu staðið yfir í tæplega tíu vikur þegar lög voru sett á verkfallið þann 11. júní.

Gerðardómur var í kjölfarið skipaður en hann hefur frest til 15. ágúst til að ákvarða kjör og kaup félagsmanna BHM.

Forsvarsmenn BHM og meðlimir í samninganefndinni í Hæstarétti í morgun.Vísir/GVA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×