Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 19:30 Lögmaður Bandalags háskólamanna segir rök hníga að því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur um lögmæti laga á verkföll aðildarfélaga BHM. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi á mánudag sem bendir til að hann vilji kveða upp dóm áður en Gerðardómur gerir það tæpri viku síðar. Kjaradeilu BHM og ríkisins er langt í frá lokið þrátt fyrir lagasetningu í júni og að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt í júlí að lögin samræmdust stjórnarskrá. Nú er málið komið til Hæstaréttar þar sem það verður flutt á mánudag. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem flytur málið fyrir BHM telur rök fyrir því að Hæstiréttur gæti komist að annarri niðurstöðu en Hérðasdómur Reykjavíkur. „BHM lítur svo á að niðurstaða héraðsdóms sé að ýmsu leyti ófullnægjandi og ekki sérlega vel rökstudd,“ segir Ástráður.Hæstiréttur fjallar um málið áður en að Gerðardómi kemur Til að mynda hafi héraðsdómur fallist á í júní að auk þeirra félaga innan BHM sem voru í verkfalli, mætti líka setja lög á félög sem ekki voru í verkfalli. Þetta sé í andstöðu við dóm Hæstaréttar frá árinu 2002 vegna kjaradeilu sjómanna. „Að auki er auðvitað tekist á um það hvort sá grundvöllur sem löggjafinn byggði á um meinta þörf á að stöðva verkföll yfirleitt hafi verið fullnægjandi. Hvort rökstuðningur löggjafans hafi verið fullnægjandi í því sambandi," segir Ástráður. Það vekur athygli að Hæstiréttur sem er í réttarhléi fram að mánaðamótum ákveður að taka BHM málið fyrir á mánudag, tæpri viku áður en gerðardómur á að kveða upp sinn dóm um hver skuli vera kjör félaga innan BHM. Það bendir því margt til að Hæstiréttur vilji að hans niðurstaða liggi fyrir áður en að gerðardómi kemur. Ástráður segir að ef BHM vinni málið í Hæstarétti fái stéttarfélögin samningsréttinn aftur. „Auðvitað er það svo að löggjafinn getur undir sumum kringumstæðum þurft að skerða slík mannréttindi og takmarka lýðfrelsið þegar brýna nauðsyn ber til. En við í þessu þjóðfélagi áskiljum okkur rétt til að láta á það reyna í einstökum tilfellum hvort löggjafinn hafi haft fullnægjandi forsendur til slíkrar skerðingar,“ segir Ástráður Haraldsson. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03 Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52 Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Lögmaður Bandalags háskólamanna segir rök hníga að því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur um lögmæti laga á verkföll aðildarfélaga BHM. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi á mánudag sem bendir til að hann vilji kveða upp dóm áður en Gerðardómur gerir það tæpri viku síðar. Kjaradeilu BHM og ríkisins er langt í frá lokið þrátt fyrir lagasetningu í júni og að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt í júlí að lögin samræmdust stjórnarskrá. Nú er málið komið til Hæstaréttar þar sem það verður flutt á mánudag. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem flytur málið fyrir BHM telur rök fyrir því að Hæstiréttur gæti komist að annarri niðurstöðu en Hérðasdómur Reykjavíkur. „BHM lítur svo á að niðurstaða héraðsdóms sé að ýmsu leyti ófullnægjandi og ekki sérlega vel rökstudd,“ segir Ástráður.Hæstiréttur fjallar um málið áður en að Gerðardómi kemur Til að mynda hafi héraðsdómur fallist á í júní að auk þeirra félaga innan BHM sem voru í verkfalli, mætti líka setja lög á félög sem ekki voru í verkfalli. Þetta sé í andstöðu við dóm Hæstaréttar frá árinu 2002 vegna kjaradeilu sjómanna. „Að auki er auðvitað tekist á um það hvort sá grundvöllur sem löggjafinn byggði á um meinta þörf á að stöðva verkföll yfirleitt hafi verið fullnægjandi. Hvort rökstuðningur löggjafans hafi verið fullnægjandi í því sambandi," segir Ástráður. Það vekur athygli að Hæstiréttur sem er í réttarhléi fram að mánaðamótum ákveður að taka BHM málið fyrir á mánudag, tæpri viku áður en gerðardómur á að kveða upp sinn dóm um hver skuli vera kjör félaga innan BHM. Það bendir því margt til að Hæstiréttur vilji að hans niðurstaða liggi fyrir áður en að gerðardómi kemur. Ástráður segir að ef BHM vinni málið í Hæstarétti fái stéttarfélögin samningsréttinn aftur. „Auðvitað er það svo að löggjafinn getur undir sumum kringumstæðum þurft að skerða slík mannréttindi og takmarka lýðfrelsið þegar brýna nauðsyn ber til. En við í þessu þjóðfélagi áskiljum okkur rétt til að láta á það reyna í einstökum tilfellum hvort löggjafinn hafi haft fullnægjandi forsendur til slíkrar skerðingar,“ segir Ástráður Haraldsson.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03 Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52 Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03
Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52
Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23