Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 11:26 Lögregla hefur fengið tilkynningar um þrjá kattadauða en heimildir Vísis herma að allt að sex hafi drepist á síðustu dögum. Vísir/Getty Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Vísir greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sex kettir dáið á síðustu dögum en lögregla hefur eins og fyrr segir aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Í tveimur tilvikanna eru svipuð einkenni sem benda til eitrunar. Lögregla hefur nú uppi á kattahræum til að senda í rannsókn. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, eiganda eins kattarins sem dó, fannst blátt fiskflak nálægt húsi hans í gær. Lögregla staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Aðalsteinn sagði jafnframt að íbúar hefðu orðið varir við að fjöldi dauðra fugla hefði aukist upp á síðkastið en lögregla sagðist ekki hafa orðið vör við það. „Það eru getgátur og ekkert annað,“ sagði lögregla.Sjá einnig: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði Því hefur verið velt upp hvort geti verið að einhver hafi vísvitandi eitrað fyrir dýrunum en þá telst það brot gegn dýraverndunarlögum. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi í gær.Uppfært 12.23: Lögregla vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú dauða þriggja katta í Hveragerði en grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Vísir greindi frá málinu í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sex kettir dáið á síðustu dögum en lögregla hefur eins og fyrr segir aðeins fengið tilkynningu um þrjá. Í tveimur tilvikanna eru svipuð einkenni sem benda til eitrunar. Lögregla hefur nú uppi á kattahræum til að senda í rannsókn. Að sögn Aðalsteins Magnússonar, eiganda eins kattarins sem dó, fannst blátt fiskflak nálægt húsi hans í gær. Lögregla staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir til rannsóknar hvort það tengist dauða kattanna. Aðalsteinn sagði jafnframt að íbúar hefðu orðið varir við að fjöldi dauðra fugla hefði aukist upp á síðkastið en lögregla sagðist ekki hafa orðið vör við það. „Það eru getgátur og ekkert annað,“ sagði lögregla.Sjá einnig: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir köttum í Hveragerði Því hefur verið velt upp hvort geti verið að einhver hafi vísvitandi eitrað fyrir dýrunum en þá telst það brot gegn dýraverndunarlögum. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Vísi í gær.Uppfært 12.23: Lögregla vinnur að rannsókninni í samstarfi við Matvælastofnun.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira