Enski boltinn

Norwich býður í framherja Roma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Destro hefur klæðst ítalska landsliðsbúningnum átta sinnum.
Destro hefur klæðst ítalska landsliðsbúningnum átta sinnum. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Norwich City hefur gert Roma tilboð í framherjann Mattia Destro. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 milljónir punda.

Destro, sem er 24 ára, er kominn ansi aftarlega í goggunarröðina hjá Roma eftir að bosníski framherjinn Edin Dzeko kom til félagsins á láni frá Manchester City.

Destro, sem hefur leikið átta landsleiki fyrir Ítalíu, hóf ferilinn með Genoa en fór til Roma árið 2012.

Framherjinn gerði 11 mörk á fyrsta tímabili sínu með Roma og 13 mörk á því næsta. Hann lék hins vegar lítið í fyrra og var lánaður til AC Milan seinni hluta síðasta tímabils. Þar skoraði hann þrjú mörk í 15 leikjum.

Norwich tapaði fyrir Crystal Palace með þremur mörkum gegn einu í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn og nýliðunum veitir ekki af liðsstyrk fyrir átökin í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×