Enski boltinn

Baines frá næstu mánuðina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Baines í æfingarleik fyrr í sumar.
Baines í æfingarleik fyrr í sumar. Vísir/Getty
Leighton Baines, vinstri bakvörður Everton og enska landsliðsins, verður frá næstu þrjá mánuði eftir að hafa meiðst á æfingu liðsins á dögunum. Baines gekkst undir aðgerð á meiddum ökkla í gær en hann meiddist á sama ökkla í vor.

Baines sem hefur verið einn stöðugasti leikmaður liðsins verður því ekki með en samkvæmt yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Everton má búast við að bakvörðurinn verði frá næstu tólf til fjórtán vikurnar.  Hefur Baines alls leikið 318 leiki fyrir hönd Everton og skorað í þeim 31 mark.

Gerir það að verkum að hann mun missa af mikilvægum leikjum fyrir Everton á borð við nágrannaslaginn gegn Liverpool en hann mun einnig missa af fimm leikjum fyrir England.

Óvíst er hvort Everton kalli til baka Luke Garbutt, 22 árs vinstri bakvörð félagsins en hann var lánaður til Fulham í sumar. Brendan Galloway leysti stöðuna af um síðustu helgi í 2-2 jafntefli gegn nýliðum Watford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×