Innlent

Arngrímur útskrifaður af gjörgæslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arngrímur Jóhannsson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugmaður Íslands.
Arngrímur Jóhannsson er einn þekktasti ef ekki þekktasti flugmaður Íslands.
Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans. Hann liggur nú á lýtalækningadeild spítalans en hann hlaut alvarleg brunasár á öðrum handleggi og báðum fótleggjum. RÚV greinir frá og vísar í upplýsingar af Landspítalanum.

Arngrímur lenti sem kunnugt er í flugslysi á Tröllaskaga í síðustu viku þegar lítil flugvél brotlenti skömmu eftir flugtak frá Akureyri. Félagi Arngríms í fluginu, Arthur Grant Wagstaff frá Kanada, lét lífið.

Rannsóknarnefnd flugslysa fer með rannsókn á því hvað miður fór í fluginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×