Lífið

Jóhannes Haukur í Game of Thrones

Birgir Olgeirsson skrifar
Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Jóhannes Haukur Jóhannesson. Vísir/Stefán
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur fengið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Samkvæmt heimildum Vísis er reiknað með að Jóhannes Haukur muni birtast í tveimur þáttum í sjöttu seríu þessarar þáttaraðar en hvert hlutverk hans verður ekki vitað. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því leitað.

Tökur sjöttu seríunnar hafa staðið yfir á Spáni og Írlandi það sem af er sumri en Jóhannes Haukur mun bætast í hóp þeirra Íslendinga sem hafa nú þegar leikið í Game of Thrones. Má þar fyrstan og fremstan nefna Hafþór Júlíus Björnsson sem lék Gregor Clegane, sem gekk undir viðurnefninu Fjallið. Meðlimir Sigur Rósar áttu einnig innkomu í fjórðu seríu þáttanna þar sem sveitin spilaði sína útgáfu af þjóðlagi úr þáttunum sem heitir The Rains of Castamere.

Þá hafa þættirnir verið teknir upp hér á landi og því Íslandstengingin orðin þó nokkur við Game of Thrones.

Jóhannes Haukur hefur gert það gott undanfarið en hann birtist nýverið á skjánum sem Tómas, einn af lærisveinum Jesú, í bandarísku þáttunum A.D.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.