Kaupfíknin fyllti tómarúm: „Þurfti að kaupa eitthvað nýtt á hverjum degi“ Jóhann Óli Eiðsson og Ásgeir Erlendsson skrifa 18. ágúst 2015 21:23 „Þú þjáist af kaupfíkn ef þér líður illa og þú verslar hluti til að fylla upp í eitthvað tómarúm sem býr innra með þér,“ segir Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir en hún var gestur Ásgeirs Erlendssonar í Íslandi í dag. Lína opnaði sig fyrr í sumar við DV um baráttu sína við kaupfíkn en eftir að hafa barist við hana lengi ákvað hún að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi til að ná stjórn á henni. „Þetta var orðið þannig að ég þurfti að koma heim með poka á hverjum einasta degi því annars leið mér eins og það vantaði eitthvað í líf mitt,“ segir hún. Ef hún keypti ekki bol, buxur, kjól eða skó þá dugði henni þann daginn að koma við í IKEA og kaupa rúmföt. Ástandið var orðið slíkt að hún hafði sér rúm undir dót sem hún hafði keypt og ekki notað en fataherbergið hennar var yfirfullt. Hún var einnig byrjuð að fela pokana og ljúga til um verð á vörum sem hún keypti. Á endanum ýtti móðir hennar henni til sálfræðings og í meðferð. Skilaboð hennar til þeirra sem gætu glímt við sama kvilla eru einföld. „Ef þú ert að versla til að fylla eitthvað tómarúm þá farðu til sálfræðings og leitaðu þér aðstoðar,“ segir Lína. Innslagið úr Íslandi í dag má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Þú þjáist af kaupfíkn ef þér líður illa og þú verslar hluti til að fylla upp í eitthvað tómarúm sem býr innra með þér,“ segir Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir en hún var gestur Ásgeirs Erlendssonar í Íslandi í dag. Lína opnaði sig fyrr í sumar við DV um baráttu sína við kaupfíkn en eftir að hafa barist við hana lengi ákvað hún að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi til að ná stjórn á henni. „Þetta var orðið þannig að ég þurfti að koma heim með poka á hverjum einasta degi því annars leið mér eins og það vantaði eitthvað í líf mitt,“ segir hún. Ef hún keypti ekki bol, buxur, kjól eða skó þá dugði henni þann daginn að koma við í IKEA og kaupa rúmföt. Ástandið var orðið slíkt að hún hafði sér rúm undir dót sem hún hafði keypt og ekki notað en fataherbergið hennar var yfirfullt. Hún var einnig byrjuð að fela pokana og ljúga til um verð á vörum sem hún keypti. Á endanum ýtti móðir hennar henni til sálfræðings og í meðferð. Skilaboð hennar til þeirra sem gætu glímt við sama kvilla eru einföld. „Ef þú ert að versla til að fylla eitthvað tómarúm þá farðu til sálfræðings og leitaðu þér aðstoðar,“ segir Lína. Innslagið úr Íslandi í dag má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira