Katrín Tanja: „Fór í áheyrnarprufur í kjölfar sigursins“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. ágúst 2015 21:00 „Ég fór í áheyrnarprufur úti fyrir hlutverk í kjölfar sigursins,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Katrín Tanja varð fyrir skemmstu hraustasta kona í heimi er hún stóð uppi sem sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit og hefur það opnað ýmsar dyr fyrir henni. Hana dreymir til að mynda að verða leikkona og gæti sá draumur verið nær en nokkurn grunar ef hún hreppir hlutverkið. Eftir að hún kláraði menntaskóla hefur hún reynt fyrir sér bæði í verkfræði og lögfræði en henni þykir líklegt að verkfræðin verði fyrir valinu. Katrín er 22 ára, fædd árið 1993 í London, og hefur búið hjá ömmu sinni og afa síðan hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Amma hennar, Hervör Jónasdóttir, hefur verið einn dyggasti stuðningmaður hennar í gegnum tíðina. Er Katrín varð Íslandsmeistari var til að mynda tekið viðtal við ömmu hennar sökum vaskrar framgöngu hennar á pöllunum. „Sigurinn hennar kom mér ekki á óvart eftir allar æfingarnar, blóðið, svitann og tárin,“ segir Hervör. „Hún er yndisleg stelpa og við erum heppin að hafa hana.“ Fyrir sigurinn á leikunum fékk hún 37 milljónir króna og spurði Ásgeir hvað hún hyggðist gera við sigurlaunin. „Það er ekki ákveðið en til að byrja með fer þetta allt inn á banka. Það verður gott að geta gripið í þetta þegar mig langar í eigin íbúð. Mögulega fæ ég mér bíl en það er ekkert víst,“ segir Katrín Tanja. Ásgeir fékk að elta þessa hraustustu konu heims í heilan dag og má sjá innslagið úr Ísland í dag hér að ofan. Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
„Ég fór í áheyrnarprufur úti fyrir hlutverk í kjölfar sigursins,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Katrín Tanja varð fyrir skemmstu hraustasta kona í heimi er hún stóð uppi sem sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit og hefur það opnað ýmsar dyr fyrir henni. Hana dreymir til að mynda að verða leikkona og gæti sá draumur verið nær en nokkurn grunar ef hún hreppir hlutverkið. Eftir að hún kláraði menntaskóla hefur hún reynt fyrir sér bæði í verkfræði og lögfræði en henni þykir líklegt að verkfræðin verði fyrir valinu. Katrín er 22 ára, fædd árið 1993 í London, og hefur búið hjá ömmu sinni og afa síðan hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Amma hennar, Hervör Jónasdóttir, hefur verið einn dyggasti stuðningmaður hennar í gegnum tíðina. Er Katrín varð Íslandsmeistari var til að mynda tekið viðtal við ömmu hennar sökum vaskrar framgöngu hennar á pöllunum. „Sigurinn hennar kom mér ekki á óvart eftir allar æfingarnar, blóðið, svitann og tárin,“ segir Hervör. „Hún er yndisleg stelpa og við erum heppin að hafa hana.“ Fyrir sigurinn á leikunum fékk hún 37 milljónir króna og spurði Ásgeir hvað hún hyggðist gera við sigurlaunin. „Það er ekki ákveðið en til að byrja með fer þetta allt inn á banka. Það verður gott að geta gripið í þetta þegar mig langar í eigin íbúð. Mögulega fæ ég mér bíl en það er ekkert víst,“ segir Katrín Tanja. Ásgeir fékk að elta þessa hraustustu konu heims í heilan dag og má sjá innslagið úr Ísland í dag hér að ofan.
Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46
Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00
Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52
Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48