Enski boltinn

Wilshere missir líklega af fyrstu þremur vikum tímabilsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilshere var frá í fimm mánuði á síðasta tímabili vegna meiðsla.
Wilshere var frá í fimm mánuði á síðasta tímabili vegna meiðsla. vísir/getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, gæti misst af þremur fyrstu vikum tímabilsins vegna ökklameiðsla.

Hinn ára gamli Wilshere meiddist á ökkla á æfingu daginn fyrir leik Arsenal og Chelsea um Samfélagsskjöldinn í fyrradag. Skytturnar unnu leikinn 1-0 með marki Alex Oxlade-Chamberlain.

Wilshere missir líklega af 3-4 fyrstu leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og hann gæti einnig misst af leikjum Englands við San Marinó og Sviss í undankeppni EM í byrjun september vegna meiðslanna.

Wilshere hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á ferlinum og verið tíður gestur á sjúkralistanum. Hann var t.a.m. frá í fimm mánuði á síðasta tímabili vegna ökklameiðsla.

Arsenal tekur á móti West Ham United á sunnudaginn í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×