Sögulegur sigur Arsenal | Sjáðu markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2015 11:51 Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Úrslitin eru söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur betur gegn Portúgalanum José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, en þetta var í 14. sinn sem lið þeirra mætast. Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 24. mínútu eftir undirbúnings Mesuts Özil og Theos Walcott. Chelsea-mönnum gekk á köflum erfiðlega að opna sterka vörn Arsenal en þeir fengu dauðafæri í sitthvorum hálfleiknum; Ramires í þeim fyrri og Eden Hazard í þeim seinni en hvorugur þeirra hitti markið. Oscar hitti markið úr aukaspyrnu á 69. mínútu en Petr Cech varði vel. Þetta var fyrsti leikur Cech gegn sínum gömlu félögum en hann gekk sem kunnugt er í raðir Skyttanna í sumar. Arsenal fékk líka sín tækifæri til að bæta við forskotið en Thibaut Courtois varði frá Santí Cazorla og Kieran Gibbs úr dauðafærum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigri í þessum árlega leik ensku deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. Arsenal tekur á móti West Ham United eftir viku í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á laugardaginn.Bein textalýsing: 90+4 | 1-0 | Gibbs í dauðafæri en Courtois ver aftur! 86. mín | 1-0 | Cazorla kemst í dauðafæri, einn gegn Courtois sem ver vel! Ramsey skýtur svo yfir en fær horn. 82. mín | 1-0 | Terry fer af velli og Victor Moses kemur inn hjá Chelsea. Arsenal gerir einnig skiptingu: Özil út, Kieran Gibbs inn. 77. mín | 1-0 | Oxlade-Chamberlain á skot sem fer beint á Courtois og er svo tekinn af velli. Í hans stað kemur Mikel Arteta. 74. mín | 1-0 | Zouma með skalla eftir hornspyrnu en Cech grípur hann af öryggi. 70. mín | 1-0 | Giroud með skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu Aarons Ramsey. 70. mín | 1-0 | Kort Zouma kemur inn á fyrir Cesar Azpilicueta. 69. mín | 1-0 | Cech ver glæsilega skot Oscars beint úr aukaspyrnu! Tékkinn sýnir hvers hann er megnugur þarna. 66. mín | 1-0 | Walcott fer af velli og í hans stað kemur Oliver Giroud. 61. mín | 1-0 | Hazard klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Fábregas með frábæra sendingu inn fyrir á Belgann sem skýtur himinhátt yfir af stuttu færi! Chelsea-menn eru að herða tökin. 54. mín | 1-0 | Oscar kemur inn fyrir Ramires. Brassi fyrir Brassa. Seinni hálfleikur hafinn | 1-0 | Mourinho er ekkert að bíða með hlutina og sendir Falcao inn á í stað Rémys sem var fjórum sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lokið | 1-0 | Glæsimark Oxlade-Chamberlain skilur liðin að. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. 41. mín | 1-0 | Branislav Ivanovic bjargar frábærlega á fjærstöng eftir fyrirgjöf Oxlade-Chamberlain.36. mín | 1-0 | Þarna munaði litlu! Ramires skallar boltann yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Loic Rémy. Englandsmeistararnir eru að minna á sig.33. mín | 1-0 | Ramires með fínan snúning og ágætis skot en rétt framhjá. 24. mín | 1-0 | MARK!!! Alex Oxlade-Chamberlain kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki! Hann fær boltann frá Walcott, leikur inn á völlinn og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Courtois! 23. mín | Theo Walcott með skalla beint á Thibaut Courtois eftir aukaspyrnu. Hættulítið. 18. mín | Arsenal með snoturt spil fyrir utan vítateiginn en komast ekkert áleiðis gegn þéttri vörn Chelsea. 9. mín | Cesc Fábregas liggur í teignum eftir viðskipti við Per Mertesacker, fyrirliða Arsenal. Chelsea biðja um víti en tala fyrir daufum eyrum Anthonys Taylor, dómara leiksins. Leikur hafinn | Þetta er farið af stað! Tímabilið 2015-16 er hafið! Fyrir leik: Lið Chelsea er líka mjög svipað og í fyrra. Diego Costa er frá vegna meiðsla aftan í læri og Loic Rémy byrjar í fremstu víglínu í hans stað. Radamel Falcao er á bekknum og gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea í dag. Fyrir leik: Arsenal teflir fram sama liði og í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fyrir utan að Petr Cech kemur í markið og Alex Oxlade-Chamberlain leikur á vinstri kantinum en ekki Alexis Sánchez. Það hafa orðið litlar breytingar á liði Arsenal í sumar eins og byrjunarliðið gefur til kynna. Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Arsenal: Cech; Bellerín, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Coquelin, Cazorla; Ramsey, Özil, Oxlade-Chamberlain; Walcott.Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fábregas, Matic; Ramires, Willian, Hazard; Rémy. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Úrslitin eru söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur betur gegn Portúgalanum José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, en þetta var í 14. sinn sem lið þeirra mætast. Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 24. mínútu eftir undirbúnings Mesuts Özil og Theos Walcott. Chelsea-mönnum gekk á köflum erfiðlega að opna sterka vörn Arsenal en þeir fengu dauðafæri í sitthvorum hálfleiknum; Ramires í þeim fyrri og Eden Hazard í þeim seinni en hvorugur þeirra hitti markið. Oscar hitti markið úr aukaspyrnu á 69. mínútu en Petr Cech varði vel. Þetta var fyrsti leikur Cech gegn sínum gömlu félögum en hann gekk sem kunnugt er í raðir Skyttanna í sumar. Arsenal fékk líka sín tækifæri til að bæta við forskotið en Thibaut Courtois varði frá Santí Cazorla og Kieran Gibbs úr dauðafærum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigri í þessum árlega leik ensku deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. Arsenal tekur á móti West Ham United eftir viku í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á laugardaginn.Bein textalýsing: 90+4 | 1-0 | Gibbs í dauðafæri en Courtois ver aftur! 86. mín | 1-0 | Cazorla kemst í dauðafæri, einn gegn Courtois sem ver vel! Ramsey skýtur svo yfir en fær horn. 82. mín | 1-0 | Terry fer af velli og Victor Moses kemur inn hjá Chelsea. Arsenal gerir einnig skiptingu: Özil út, Kieran Gibbs inn. 77. mín | 1-0 | Oxlade-Chamberlain á skot sem fer beint á Courtois og er svo tekinn af velli. Í hans stað kemur Mikel Arteta. 74. mín | 1-0 | Zouma með skalla eftir hornspyrnu en Cech grípur hann af öryggi. 70. mín | 1-0 | Giroud með skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu Aarons Ramsey. 70. mín | 1-0 | Kort Zouma kemur inn á fyrir Cesar Azpilicueta. 69. mín | 1-0 | Cech ver glæsilega skot Oscars beint úr aukaspyrnu! Tékkinn sýnir hvers hann er megnugur þarna. 66. mín | 1-0 | Walcott fer af velli og í hans stað kemur Oliver Giroud. 61. mín | 1-0 | Hazard klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Fábregas með frábæra sendingu inn fyrir á Belgann sem skýtur himinhátt yfir af stuttu færi! Chelsea-menn eru að herða tökin. 54. mín | 1-0 | Oscar kemur inn fyrir Ramires. Brassi fyrir Brassa. Seinni hálfleikur hafinn | 1-0 | Mourinho er ekkert að bíða með hlutina og sendir Falcao inn á í stað Rémys sem var fjórum sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lokið | 1-0 | Glæsimark Oxlade-Chamberlain skilur liðin að. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. 41. mín | 1-0 | Branislav Ivanovic bjargar frábærlega á fjærstöng eftir fyrirgjöf Oxlade-Chamberlain.36. mín | 1-0 | Þarna munaði litlu! Ramires skallar boltann yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Loic Rémy. Englandsmeistararnir eru að minna á sig.33. mín | 1-0 | Ramires með fínan snúning og ágætis skot en rétt framhjá. 24. mín | 1-0 | MARK!!! Alex Oxlade-Chamberlain kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki! Hann fær boltann frá Walcott, leikur inn á völlinn og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Courtois! 23. mín | Theo Walcott með skalla beint á Thibaut Courtois eftir aukaspyrnu. Hættulítið. 18. mín | Arsenal með snoturt spil fyrir utan vítateiginn en komast ekkert áleiðis gegn þéttri vörn Chelsea. 9. mín | Cesc Fábregas liggur í teignum eftir viðskipti við Per Mertesacker, fyrirliða Arsenal. Chelsea biðja um víti en tala fyrir daufum eyrum Anthonys Taylor, dómara leiksins. Leikur hafinn | Þetta er farið af stað! Tímabilið 2015-16 er hafið! Fyrir leik: Lið Chelsea er líka mjög svipað og í fyrra. Diego Costa er frá vegna meiðsla aftan í læri og Loic Rémy byrjar í fremstu víglínu í hans stað. Radamel Falcao er á bekknum og gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea í dag. Fyrir leik: Arsenal teflir fram sama liði og í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fyrir utan að Petr Cech kemur í markið og Alex Oxlade-Chamberlain leikur á vinstri kantinum en ekki Alexis Sánchez. Það hafa orðið litlar breytingar á liði Arsenal í sumar eins og byrjunarliðið gefur til kynna. Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Arsenal: Cech; Bellerín, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Coquelin, Cazorla; Ramsey, Özil, Oxlade-Chamberlain; Walcott.Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fábregas, Matic; Ramires, Willian, Hazard; Rémy.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira