Sögulegur sigur Arsenal | Sjáðu markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2015 11:51 Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Úrslitin eru söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur betur gegn Portúgalanum José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, en þetta var í 14. sinn sem lið þeirra mætast. Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 24. mínútu eftir undirbúnings Mesuts Özil og Theos Walcott. Chelsea-mönnum gekk á köflum erfiðlega að opna sterka vörn Arsenal en þeir fengu dauðafæri í sitthvorum hálfleiknum; Ramires í þeim fyrri og Eden Hazard í þeim seinni en hvorugur þeirra hitti markið. Oscar hitti markið úr aukaspyrnu á 69. mínútu en Petr Cech varði vel. Þetta var fyrsti leikur Cech gegn sínum gömlu félögum en hann gekk sem kunnugt er í raðir Skyttanna í sumar. Arsenal fékk líka sín tækifæri til að bæta við forskotið en Thibaut Courtois varði frá Santí Cazorla og Kieran Gibbs úr dauðafærum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigri í þessum árlega leik ensku deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. Arsenal tekur á móti West Ham United eftir viku í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á laugardaginn.Bein textalýsing: 90+4 | 1-0 | Gibbs í dauðafæri en Courtois ver aftur! 86. mín | 1-0 | Cazorla kemst í dauðafæri, einn gegn Courtois sem ver vel! Ramsey skýtur svo yfir en fær horn. 82. mín | 1-0 | Terry fer af velli og Victor Moses kemur inn hjá Chelsea. Arsenal gerir einnig skiptingu: Özil út, Kieran Gibbs inn. 77. mín | 1-0 | Oxlade-Chamberlain á skot sem fer beint á Courtois og er svo tekinn af velli. Í hans stað kemur Mikel Arteta. 74. mín | 1-0 | Zouma með skalla eftir hornspyrnu en Cech grípur hann af öryggi. 70. mín | 1-0 | Giroud með skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu Aarons Ramsey. 70. mín | 1-0 | Kort Zouma kemur inn á fyrir Cesar Azpilicueta. 69. mín | 1-0 | Cech ver glæsilega skot Oscars beint úr aukaspyrnu! Tékkinn sýnir hvers hann er megnugur þarna. 66. mín | 1-0 | Walcott fer af velli og í hans stað kemur Oliver Giroud. 61. mín | 1-0 | Hazard klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Fábregas með frábæra sendingu inn fyrir á Belgann sem skýtur himinhátt yfir af stuttu færi! Chelsea-menn eru að herða tökin. 54. mín | 1-0 | Oscar kemur inn fyrir Ramires. Brassi fyrir Brassa. Seinni hálfleikur hafinn | 1-0 | Mourinho er ekkert að bíða með hlutina og sendir Falcao inn á í stað Rémys sem var fjórum sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lokið | 1-0 | Glæsimark Oxlade-Chamberlain skilur liðin að. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. 41. mín | 1-0 | Branislav Ivanovic bjargar frábærlega á fjærstöng eftir fyrirgjöf Oxlade-Chamberlain.36. mín | 1-0 | Þarna munaði litlu! Ramires skallar boltann yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Loic Rémy. Englandsmeistararnir eru að minna á sig.33. mín | 1-0 | Ramires með fínan snúning og ágætis skot en rétt framhjá. 24. mín | 1-0 | MARK!!! Alex Oxlade-Chamberlain kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki! Hann fær boltann frá Walcott, leikur inn á völlinn og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Courtois! 23. mín | Theo Walcott með skalla beint á Thibaut Courtois eftir aukaspyrnu. Hættulítið. 18. mín | Arsenal með snoturt spil fyrir utan vítateiginn en komast ekkert áleiðis gegn þéttri vörn Chelsea. 9. mín | Cesc Fábregas liggur í teignum eftir viðskipti við Per Mertesacker, fyrirliða Arsenal. Chelsea biðja um víti en tala fyrir daufum eyrum Anthonys Taylor, dómara leiksins. Leikur hafinn | Þetta er farið af stað! Tímabilið 2015-16 er hafið! Fyrir leik: Lið Chelsea er líka mjög svipað og í fyrra. Diego Costa er frá vegna meiðsla aftan í læri og Loic Rémy byrjar í fremstu víglínu í hans stað. Radamel Falcao er á bekknum og gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea í dag. Fyrir leik: Arsenal teflir fram sama liði og í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fyrir utan að Petr Cech kemur í markið og Alex Oxlade-Chamberlain leikur á vinstri kantinum en ekki Alexis Sánchez. Það hafa orðið litlar breytingar á liði Arsenal í sumar eins og byrjunarliðið gefur til kynna. Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Arsenal: Cech; Bellerín, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Coquelin, Cazorla; Ramsey, Özil, Oxlade-Chamberlain; Walcott.Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fábregas, Matic; Ramires, Willian, Hazard; Rémy. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Sjá meira
Alex Oxlade-Chamberlain tryggði Arsenal sigur á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Lokatölur 1-0, Arsenal í vil.Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. Úrslitin eru söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur betur gegn Portúgalanum José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, en þetta var í 14. sinn sem lið þeirra mætast. Oxlade-Chamberlain skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 24. mínútu eftir undirbúnings Mesuts Özil og Theos Walcott. Chelsea-mönnum gekk á köflum erfiðlega að opna sterka vörn Arsenal en þeir fengu dauðafæri í sitthvorum hálfleiknum; Ramires í þeim fyrri og Eden Hazard í þeim seinni en hvorugur þeirra hitti markið. Oscar hitti markið úr aukaspyrnu á 69. mínútu en Petr Cech varði vel. Þetta var fyrsti leikur Cech gegn sínum gömlu félögum en hann gekk sem kunnugt er í raðir Skyttanna í sumar. Arsenal fékk líka sín tækifæri til að bæta við forskotið en Thibaut Courtois varði frá Santí Cazorla og Kieran Gibbs úr dauðafærum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigri í þessum árlega leik ensku deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. Arsenal tekur á móti West Ham United eftir viku í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Chelsea fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í heimsókn á laugardaginn.Bein textalýsing: 90+4 | 1-0 | Gibbs í dauðafæri en Courtois ver aftur! 86. mín | 1-0 | Cazorla kemst í dauðafæri, einn gegn Courtois sem ver vel! Ramsey skýtur svo yfir en fær horn. 82. mín | 1-0 | Terry fer af velli og Victor Moses kemur inn hjá Chelsea. Arsenal gerir einnig skiptingu: Özil út, Kieran Gibbs inn. 77. mín | 1-0 | Oxlade-Chamberlain á skot sem fer beint á Courtois og er svo tekinn af velli. Í hans stað kemur Mikel Arteta. 74. mín | 1-0 | Zouma með skalla eftir hornspyrnu en Cech grípur hann af öryggi. 70. mín | 1-0 | Giroud með skot yfir úr ágætis færi eftir sendingu Aarons Ramsey. 70. mín | 1-0 | Kort Zouma kemur inn á fyrir Cesar Azpilicueta. 69. mín | 1-0 | Cech ver glæsilega skot Oscars beint úr aukaspyrnu! Tékkinn sýnir hvers hann er megnugur þarna. 66. mín | 1-0 | Walcott fer af velli og í hans stað kemur Oliver Giroud. 61. mín | 1-0 | Hazard klúðrar sannkölluðu dauðafæri! Fábregas með frábæra sendingu inn fyrir á Belgann sem skýtur himinhátt yfir af stuttu færi! Chelsea-menn eru að herða tökin. 54. mín | 1-0 | Oscar kemur inn fyrir Ramires. Brassi fyrir Brassa. Seinni hálfleikur hafinn | 1-0 | Mourinho er ekkert að bíða með hlutina og sendir Falcao inn á í stað Rémys sem var fjórum sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleik lokið | 1-0 | Glæsimark Oxlade-Chamberlain skilur liðin að. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan. 41. mín | 1-0 | Branislav Ivanovic bjargar frábærlega á fjærstöng eftir fyrirgjöf Oxlade-Chamberlain.36. mín | 1-0 | Þarna munaði litlu! Ramires skallar boltann yfir úr dauðafæri eftir góða fyrirgjöf Loic Rémy. Englandsmeistararnir eru að minna á sig.33. mín | 1-0 | Ramires með fínan snúning og ágætis skot en rétt framhjá. 24. mín | 1-0 | MARK!!! Alex Oxlade-Chamberlain kemur Arsenal yfir með glæsilegu marki! Hann fær boltann frá Walcott, leikur inn á völlinn og þrumar boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Courtois! 23. mín | Theo Walcott með skalla beint á Thibaut Courtois eftir aukaspyrnu. Hættulítið. 18. mín | Arsenal með snoturt spil fyrir utan vítateiginn en komast ekkert áleiðis gegn þéttri vörn Chelsea. 9. mín | Cesc Fábregas liggur í teignum eftir viðskipti við Per Mertesacker, fyrirliða Arsenal. Chelsea biðja um víti en tala fyrir daufum eyrum Anthonys Taylor, dómara leiksins. Leikur hafinn | Þetta er farið af stað! Tímabilið 2015-16 er hafið! Fyrir leik: Lið Chelsea er líka mjög svipað og í fyrra. Diego Costa er frá vegna meiðsla aftan í læri og Loic Rémy byrjar í fremstu víglínu í hans stað. Radamel Falcao er á bekknum og gæti leikið sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea í dag. Fyrir leik: Arsenal teflir fram sama liði og í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fyrir utan að Petr Cech kemur í markið og Alex Oxlade-Chamberlain leikur á vinstri kantinum en ekki Alexis Sánchez. Það hafa orðið litlar breytingar á liði Arsenal í sumar eins og byrjunarliðið gefur til kynna. Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Arsenal: Cech; Bellerín, Mertesacker, Koscielny, Monreal; Coquelin, Cazorla; Ramsey, Özil, Oxlade-Chamberlain; Walcott.Chelsea: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Fábregas, Matic; Ramires, Willian, Hazard; Rémy.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Sjá meira