Enski boltinn

20 af 28 knattspyrnuspekingum spá Chelsea titlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Chelsea á síðustu leiktíð.
Það var gaman hjá Chelsea á síðustu leiktíð. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildin hefst á laugardaginn og BBC fékk 28 knattspyrnuspekinga sem vinna við að fjalla um deildina í breskum sjónvarps- og útvarpsmiðlum, til að spá um hvaða félög enda í fjórum efstu sætum deildarinnar.

Chelsea verður enskur meistari annað árið í röð samkvæmt spá þeirra en 20 af 28 spá lærisveinum Jose Mourinho titlinum. Arsenal fékk fjögur atkvæði og Manchester-liðin,  United og City, tvö hvort.

Það vekur vissa athygli að aðeins fimm lið komust á blað og næstum því aðeins fjögur því Chelsea, Arsenal, Manchester City og Manchester United eru á topp fjögur hjá 27 af 28 knattspyrnuspekingum.

Það er aðeins einn þeirra sem setti Liverpool meðal fjögurra efstu en Dion Dublin spáir Manchester United titlinum og að Liverpool nái Meistaradeildarsæti á kostnað Manchester City.

BBC segir frá því í frétt sinni um spánna að flestir spekinganna hafi spáð út frá því hvernig leikmannahóparnir líti út í dag en að þeir Chris Waddle, Pat Nevin og Alistair Mann hafi tekið inn í sýna spá að þeir búist við því að bæði Manchester-liðin geri stórkaup áður en félagsskiptaglugginn lokar 1. september næstkomandi.

Chris Waddle spáir Manchester City titlinum, Nevin spáir Manchester United öðru sætinu og Mann býst við að Manchester-liðin verði í tveimur efstu sætunum og að City-liðið verði enskur meistari.

BBC tók allar spárnar saman í eina og samkvæmt því ætti röð fjögurra efstu liðanna að verða eftirfarandi:

1. Chelsea

2. Arsenal

3. Manchester United

4. Manchester City

Hér fyrir neðan má sjá hvernig knattspyrnuspekingarnir spáðu en í fyrra spáðu 19 af 29 þeirra Chelsea enska meistaratitlinum sem varð svo raunin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.