Enski boltinn

Chelsea að ganga frá kaupunum á staðgengli Filipe Luis

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Baba Rahman í leik með Augsburg á síðasta tímabili.
Baba Rahman í leik með Augsburg á síðasta tímabili. Vísir/getty
Umboðsmaður vinstri bakvarðarins Baba Rahman staðfesti í samtali við þýska blaðið Bild að skjólstæðingur sinn væri búinn að komast að samkomulagi við Chelsea um kaup og kjör en félögin eiga þó enn eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið.

Rahman sem gekk til liðs við Augsburg var einn af betri leikmönnum liðsins á síðasta tímabili þegar nýliðarnir í þýsku úrvalsdeildinni lentu í fimmta sæti. Lék hann 31 leiki í þýsku úrvalsdeildinni en hann átti flestar heppnaðar tæklingar af vinstri bakvörðum deildarinnar.

Eftir að ljóst var að Filipe Luis væri á förum frá félaginu voru enskir fjölmiðlar fljótir að greina frá áhuga ensku meistaranna en Rahman mun berjast um sæti í liðinu við spænska bakvörðinn Cesar Azpilicueta.

„Við höfum komist að samkomulagi við Chelsea um kaup og kjör en félögin eiga eftir að komast að samkomulagi. Vonandi verður það klárað sem fyrst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×