Enski boltinn

Sunderland fær franskan landsliðsmann

M'Vila á æfingu með Inter.
M'Vila á æfingu með Inter. vísir/getty
Sunderland fékk góða liðsstyrk í dag er það krækti í franska landsliðsmanninn Yann M'Vila.

Hann kemur á árs láni frá Rubin Kazan. Kazan virðist ekkert hafa efni á honum því leikmaðurinn var í láni hjá Inter á síðustu leiktíð.

M'Vila á að baki 22 landsleiki fyrir Frakka og mun örugglega reynast liði Sunderland vel.

„Yann er í miklum metum hjá mörgum af stærstu félögum Evrópu og það segir sína sögu. Hann hefur verið í landsliðinu frá unga aldri og mun styrkja okkur mikið," sagði Lee Congerton, íþróttastjóri Sunderland.

M'Vila er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Sunderland í sumar. Hinir eru Jeremain Lens, Younes Kaboul, Sebastian Coates og Adam Matthews.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×