Enski boltinn

Pellegrini búinn að gera nýjan samning við Man City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pellegrini gerði Man City að enskum meisturum 2014.
Pellegrini gerði Man City að enskum meisturum 2014. vísir/getty
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.

Nýji samningurinn gildir til ársins 2017 en Pellegrini er að hefja sitt þriðja tímabil við stjórnvölinn hjá City.

Á fyrsta tímabili Chile-mannsins hjá City vann liðið Englandsmeistaratitilinn og deildarbikarinn. Það gekk ekki jafn vel í fyrra og á tíma virtist sem dagar Pellegrini hjá City væru taldir.

Pellegrini, sem er 61 árs, kom til City frá Málaga en hann hefur einnig stýrt Real Madrid og Villarreal, auk liða í Suður-Ameríku.

City sækir West Brom heim á mánudaginn í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×