„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2015 19:38 Páley og dalurinn. „Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“ Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira