„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2015 19:38 Páley og dalurinn. „Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira