Ferðamiðlun: Harmar að ferðamenn hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 15:02 Ferðamenn á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Ferðamiðlun harmar að einstaklingar í hópi ferðamanna á vegum fyrirtækisins hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síðastliðinn laugardag með því að létta á sér á landareigninni þegar hópferðabifreið gerði þar stutt stopp til að taka eldsneyti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt kemur fram að ábúendur hafi verið beðnir afsökunar. Ingunn Snædal birti mynd af rútu Ferðamiðlunar á Facebook-síðu sinni um helgina og sagði íslenskan fararstjóra fyrirtækisins hafa sent viðskiptavini sína upp í garð til foreldra hennar á Skjöldólfsstöðum til að gera þarfir sínar. Ferðamiðlun vísar aftur á móti þeirri ásökun á bug að fararstjórinn hafi beint farþegum inn á landareignina í þeim tilgangi. „Fyrirtækið skipuleggur árlega ferðir um 250 hópa um Ísland og þetta er einstakt tilvik í sögu þess. Ferðir á vegum Ferðamiðlunar ehf. eru alltaf skipulagðar þannig að farþegar komist á salerni með reglulegu millibili. Sökum eldsneytisskorts var þarna brugðið út af venjunni en Skjöldólfsstaðir eru ekki á meðal áningarstaða í ferðum fyrirtækisins. Þetta atvik varpar hins vegar ljósi á stærra vandamál, sem ítrekað hefur ratað í fréttir að undanförnu, en það er viðvarandi skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt land. Ferðamiðlun ehf. hefur um árabil verið í fararbroddi þeirra sem talað hafa fyrir daufum eyrum um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Yfirvöld ferðamála verða að opna augun fyrir knýjandi þörf um úrbætur,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Úlfari Antonssyni, framkvæmdastjóra Ferðamiðlunar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Ferðamiðlun harmar að einstaklingar í hópi ferðamanna á vegum fyrirtækisins hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síðastliðinn laugardag með því að létta á sér á landareigninni þegar hópferðabifreið gerði þar stutt stopp til að taka eldsneyti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt kemur fram að ábúendur hafi verið beðnir afsökunar. Ingunn Snædal birti mynd af rútu Ferðamiðlunar á Facebook-síðu sinni um helgina og sagði íslenskan fararstjóra fyrirtækisins hafa sent viðskiptavini sína upp í garð til foreldra hennar á Skjöldólfsstöðum til að gera þarfir sínar. Ferðamiðlun vísar aftur á móti þeirri ásökun á bug að fararstjórinn hafi beint farþegum inn á landareignina í þeim tilgangi. „Fyrirtækið skipuleggur árlega ferðir um 250 hópa um Ísland og þetta er einstakt tilvik í sögu þess. Ferðir á vegum Ferðamiðlunar ehf. eru alltaf skipulagðar þannig að farþegar komist á salerni með reglulegu millibili. Sökum eldsneytisskorts var þarna brugðið út af venjunni en Skjöldólfsstaðir eru ekki á meðal áningarstaða í ferðum fyrirtækisins. Þetta atvik varpar hins vegar ljósi á stærra vandamál, sem ítrekað hefur ratað í fréttir að undanförnu, en það er viðvarandi skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt land. Ferðamiðlun ehf. hefur um árabil verið í fararbroddi þeirra sem talað hafa fyrir daufum eyrum um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Yfirvöld ferðamála verða að opna augun fyrir knýjandi þörf um úrbætur,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Úlfari Antonssyni, framkvæmdastjóra Ferðamiðlunar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03