Björgunarsveitirnar áttu að fá tæp fjögur prósent af tekjum vegna náttúrupassans Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2015 10:04 Málefni björgunarsveitanna heyra einkum undir þær Ólöfu, sem er í fríi og Ragnheiði Elínu sem segir að það hafi staðið til að sveitirnar fengju skerf af tekjum af náttúrupassanum. Vísir greindi frá því í gær að björgunarsveitirnar séu komnar upp við vegg vegna sprengingar í útköllum vegna ferðamanna í nauðum. Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir það hljóta að koma til álita að þeir sem lendi í hremmingum borgi fyrir björgunina.Ólöf erífríiEn, hvernig horfir þessi vandi við hinu opinbera? Málefni björgunarsveitanna heyra helst undir tvö ráðuneyti. Úr innanríkisráðuneytinu bárust eftirfarandi skilaboð þegar falast var eftir viðbrögðum ráðherra: „Ólöf [Nordal] tjáir sig ekki um málið – hún er í fríi.“ Starfsemi björgunarsveitanna kemur einnig á borð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra segir þessa umræðu ekki koma sér á óvart: „Við höfum séð æ fleiri tilvik á undanförnum árum þar sem björgunarsveitir eru kallaðar til í aðstæður þar sem sá sem er í vanda hefði mátt sýna meiri fyrirhyggju varðandi búnað og veður. Eins þar sem bann við utanvegaakstri er ekki virt. Í slíkum tilvikum, þar sem segja má að gáleysi og fyrirhyggjuleysi sé meginorsök þess að kalla þurfi út björgunarsveit, hef ég skilning á því að sveitirnar vilji fá greitt fyrir. En það má þó ekki verða til þess að fólk veigri sér við að kalla eftir hjálp í neyð – jafnvel þó neyðin sé tilkomin vegna eigin gáleysis.“Smári hjá Landsbjörgu segir takmörk fyrir því hversu margar rakettur sé hægt að selja landsmönnum til að fjármagna starfsemina.Björgunarsveitirnar áttu að fá skerf af náttúrupassaRáðherra segir jafnframt að auðvitað séu mörg dæmi um að fólk lendi óvænt í neyð og „þá er okkur lífsnauðsynlegt að kerfið virki eins og í dag. Björgunarsveitirnar eru að vinna stórkostlegt starf um allt land og án þeirra viljum við ekki vera. Þess vegna þurfum við að huga vel að því að þær geti rekið sig og fjármagnað kaup á þeim búnaði sem þeim er nauðsynlegur. Þetta höfðum við í huga þegar við unnum að frumvarpi um náttúrupassa. Eitt af markmiðunum með honum var að bregðast við þessari þróun. Björgunarsveitir áttu að fá með beinum hætti 3,75% af tekjunum og önnur 3,75% áttu að fara í þætti sem snúa að öryggismálum almennt.“ Eins og kunnugt er voru hugmyndir Ragnheiðar Elínar um að taka upp náttúrupassa slegnar út af borðinu eftir mikla umræðu. Ragnheiður Elín segir að við getum staðið okkur betur í forvörnum og fræðslu. „Við höfum verið að leggja fjármagn til björgunarsveitanna í verkefnið „Safe Travel“ sem hefur heppnast afar vel. En ég er ekki í vafa um að við gætum hugað betur að þessum þáttum og að fyrir meira fjármagn mætti gera enn betur.“Pétur Óskarsson. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni myndu ganga í það að ferðamenn væru tryggðir fyrir skakkaföllum, ef það væri reglan að þeir sem þurfi björgun borgi.Ferðaþjónustan vill tryggja sitt fólkSmári Sigurðsson hjá Landsbjörgu segir takmörk fyrir því hversu margar rakettur hægt sé að selja landsmönnum til að fjármagna starfsemina. Og talsmenn ferðaþjónustunnar hafa fullan skilning á þessari þröngu stöðu sveitanna. Pétur Óskarsson er framkvæmdastjóri Kötlu TMD ferðaskrifstofu: „Ég hef í raun aldrei skilið af hverju þessi útköll björgunarsveitanna hafa verið ókeypis. Það er meira en sjálfsagt að þeir sem þurfi á björgun að halda, að þeir greiði fyrir hana. Ég sé í raun ekkert nema kosti við það að þetta sé látið kosta,“ segir Pétur. Hann segir ferðamenn að einhverju leyti tryggða fyrir skakkaföllum af þessu tagi. „En, ef til kæmi, að það yrði standard að það yrði greitt fyrir þetta myndum við tryggja að þeir hafi þær tryggingar sem til þarf til að greiða þennan kostnað,“ segir Pétur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að björgunarsveitirnar séu komnar upp við vegg vegna sprengingar í útköllum vegna ferðamanna í nauðum. Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir það hljóta að koma til álita að þeir sem lendi í hremmingum borgi fyrir björgunina.Ólöf erífríiEn, hvernig horfir þessi vandi við hinu opinbera? Málefni björgunarsveitanna heyra helst undir tvö ráðuneyti. Úr innanríkisráðuneytinu bárust eftirfarandi skilaboð þegar falast var eftir viðbrögðum ráðherra: „Ólöf [Nordal] tjáir sig ekki um málið – hún er í fríi.“ Starfsemi björgunarsveitanna kemur einnig á borð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra segir þessa umræðu ekki koma sér á óvart: „Við höfum séð æ fleiri tilvik á undanförnum árum þar sem björgunarsveitir eru kallaðar til í aðstæður þar sem sá sem er í vanda hefði mátt sýna meiri fyrirhyggju varðandi búnað og veður. Eins þar sem bann við utanvegaakstri er ekki virt. Í slíkum tilvikum, þar sem segja má að gáleysi og fyrirhyggjuleysi sé meginorsök þess að kalla þurfi út björgunarsveit, hef ég skilning á því að sveitirnar vilji fá greitt fyrir. En það má þó ekki verða til þess að fólk veigri sér við að kalla eftir hjálp í neyð – jafnvel þó neyðin sé tilkomin vegna eigin gáleysis.“Smári hjá Landsbjörgu segir takmörk fyrir því hversu margar rakettur sé hægt að selja landsmönnum til að fjármagna starfsemina.Björgunarsveitirnar áttu að fá skerf af náttúrupassaRáðherra segir jafnframt að auðvitað séu mörg dæmi um að fólk lendi óvænt í neyð og „þá er okkur lífsnauðsynlegt að kerfið virki eins og í dag. Björgunarsveitirnar eru að vinna stórkostlegt starf um allt land og án þeirra viljum við ekki vera. Þess vegna þurfum við að huga vel að því að þær geti rekið sig og fjármagnað kaup á þeim búnaði sem þeim er nauðsynlegur. Þetta höfðum við í huga þegar við unnum að frumvarpi um náttúrupassa. Eitt af markmiðunum með honum var að bregðast við þessari þróun. Björgunarsveitir áttu að fá með beinum hætti 3,75% af tekjunum og önnur 3,75% áttu að fara í þætti sem snúa að öryggismálum almennt.“ Eins og kunnugt er voru hugmyndir Ragnheiðar Elínar um að taka upp náttúrupassa slegnar út af borðinu eftir mikla umræðu. Ragnheiður Elín segir að við getum staðið okkur betur í forvörnum og fræðslu. „Við höfum verið að leggja fjármagn til björgunarsveitanna í verkefnið „Safe Travel“ sem hefur heppnast afar vel. En ég er ekki í vafa um að við gætum hugað betur að þessum þáttum og að fyrir meira fjármagn mætti gera enn betur.“Pétur Óskarsson. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni myndu ganga í það að ferðamenn væru tryggðir fyrir skakkaföllum, ef það væri reglan að þeir sem þurfi björgun borgi.Ferðaþjónustan vill tryggja sitt fólkSmári Sigurðsson hjá Landsbjörgu segir takmörk fyrir því hversu margar rakettur hægt sé að selja landsmönnum til að fjármagna starfsemina. Og talsmenn ferðaþjónustunnar hafa fullan skilning á þessari þröngu stöðu sveitanna. Pétur Óskarsson er framkvæmdastjóri Kötlu TMD ferðaskrifstofu: „Ég hef í raun aldrei skilið af hverju þessi útköll björgunarsveitanna hafa verið ókeypis. Það er meira en sjálfsagt að þeir sem þurfi á björgun að halda, að þeir greiði fyrir hana. Ég sé í raun ekkert nema kosti við það að þetta sé látið kosta,“ segir Pétur. Hann segir ferðamenn að einhverju leyti tryggða fyrir skakkaföllum af þessu tagi. „En, ef til kæmi, að það yrði standard að það yrði greitt fyrir þetta myndum við tryggja að þeir hafi þær tryggingar sem til þarf til að greiða þennan kostnað,“ segir Pétur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira