Lífið

„Mér líkar vel við fólk sem fær ekki krabbamein“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stewart gerði sér mat úr hárskrímslinu ógurlega.
Stewart gerði sér mat úr hárskrímslinu ógurlega. vísir/skjáskot
Jon Stewart, stjórnandi Daily Show, fór gjörsamlega hamförum í þætti sínum á mánudag þar sem hann varði nánast 10 mínútum af þættinum í auðkýfinginn og forsetaframbjóðandann Donald Trump.

Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum en auðkýfingurinn nýtur stuðnings um fimmtán prósenta þeirra sem hyggjast kjósa í forsetakosningunum.

Þar gerði hann meðal annars mat úr ummælum Trumps um öldungadeildarþingmanninn og fyrrum forsetaframbjóðandann John McCain en Trump féllst ekki á að McCain gæti talist stríðshetja. „„Hann er ekki stríðshetja. Hann er stríðshetja af því að hann var tekinn til fanga. Mér líkar betur við fólk sem var ekki tekið til fanga,“ sagði Trump en ummælin féllu í grýttan jarðveg vestanhafs.

Jon Stewart bauð upp á frekar kaldranalegan samanburð við „fluggubbslegan rasshausaskap“ Trumps. „Mér líka vel við fólk sem fær ekki krabbamein,“ sagði Stewart við mikil fagnaðarlæti áhorfenda og ljóst er að hann hefur nýtt tveggja vikna fríið sitt frá sjónvarpsskjánum til að vinna í Trump-eftirhermunni sinni.

Þá sagði hann það mikinn misskilning hjá Trump að fólk væri að gera grín að hárgreiðslu hans. „Fólk er ekki að ráðast að hárinu þínu. Það er að verja sig gegn einhverju sem lítur út fyrir að geta ráðist á það."

Innslagið um Trump má sjá þegar rúm ein mínúta er liðin af þættinum.


Tengdar fréttir

Trump nýtur mests fylgis repúblikana

Auðkýfingurinn Donald Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun The Economist og YouGov.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×