Myndlistakennari opnaði skiptibókamarkað í símaklefa í Súðavík Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. júlí 2015 22:40 Dagbjört hefur alla tíð verið lestrarhestur og vonar að landsmenn allir grípi í góða bók sem oftast. Myndir/Dagbjört Dagbjört Hjaltadóttir, kennari við Súðavíkurskóla, opnaði í vikunni fyrsta skiptibókasafn Íslands í símaklefa að því er hún best veit. „Hugmyndin er að fólk skilji eftir bækur sem það hefur þegar lesið og taki sér bók í staðinn. Ég held að ef við deildum með okkur þá myndi fólk hafa auðveldari aðgang að skemmtilegu lesefni. Og kannski jafnvel prófað að lesa eitthvað sem því dytti aldrei í hug að lesa annars,“ segir Dagbjört sem hefur búið í Súðavík í yfir þrjátíu ár. Hún þurfti að fá leyfi til hjá menningar- og kynningarnefnd Súðavíkurhrepps en segir að það hafi ekki reynst erfitt. „Það er eiginlega fátt bannað hér í Súðavík,“ segir hún og hlær. „Við eigum að nota okkar sköpunargáfu til að glæða bæinn lífi.“Kynntist vísindaskáldsögum í strætó Dagbjört kynntist í fyrsta sinn því að finna gefins notaða bók í strætisvagni í Edinborg fyrir mörgum árum. „Þar var miði sem á stóð: Taktu þessa bók, lestu hana og skildu hana svo eftir fyrir einhvern annan.“ Bókin var vísindaskáldsaga en Dagbjört hafði aldrei áður lesið bók af þeirri tegund.Dagbjört málaði skiltin á safninu sjálf en hugmyndin er að fólk taki bók og skilji eftir aðra í staðinn.Mynd/Dagbjört„Ég hefði kannski aldrei farið að lesa vísindaskáldsögur ef ég hefði ekki fundið hana, þannig að þarna opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér.“ Bókasafnið er í símaklefa sem stendur ónotaður í Súðavík enda notast nær allir á landinu við farsíma nú til dags. Símaklefinn fær því nýtt notagildi eins og bækurnar gera. „Ég vona að fólk gangi vel um þetta,“ segir Dagbjört en jafnvægi verður að vera á milli þess hversu mikið af bókum fólk skilur eftir og hversu mikið það tekur. Þannig vonar Dagbjört að fleiri bæti í safnið, til dæmis þætti henni gaman að því að í bókasafninu væru bækur á þýsku, en á sama tíma má safnið ekki fyllast um of.Bækurnar í safninu eru ansi fjölbreyttar. Þar má finna allt frá Lágkolvetna bókinni til Bókarinnar um veginn og nokkur morð á milli eins og Dagbjört segir sjálf á Facebook síðu sinni.Mynd/Dagbjört„Ég vona líka að fólk hafi glóru til að vera ekki að skilja eftir mikið af bókum í einhverjum pokum. Ég skuldbatt mig svolítið til að sjá um að það verði snyrtilegt þarna í kringum þannig að ég vona að fólk fari ekki offari. Ég á svo erfitt með að henda bókum eins og svo margir.“ Dagbjört segist ekki geta hugsað sér að henda nýjum bókum og hvað þá gersemum sem lesnar hafa verið spjaldanna á milli svo á sér.Hvetur aðra til að koma upp skiptibókasafni „Það er ekkert dásamlegra en að gleyma sér yfir góðri bók,“ segir Dagbjört en hún vill með uppátækinu hvetja Íslendinga alla til þess að lesa meira. „Ég er kennari og tel að fólk lesi aldrei nóg. Kannski nú til dags sérstaklega.“ Hún hvetur aðra til þess að koma upp skiptibókasöfnum enda segir hún það ekki þurfa að vera mikil fyrirhöfn. „Skiptibókasafn þarf ekki að vera meira en góður trékassi með loki. Hann getur verið hvar sem er. Ég held að við Íslendingar ættum að sameinast meira um að samnýta bækur.“ Skiptibókasafnið stendur nálægt tjaldstæðinu í Súðavík í Gamla þorpinu sem einnig gengur undir nafninu Ytra þorp. Safnið hefur þegar fengið góðar viðtökur að mati Dagbjartar. „Þegar þetta hafði staðið í sólarhring þá kíkti ég og þá hafði fólk strax tekið bækur og skilið eftir bækur,“ segir hún hæstánægð og segist ekkert gera annað en í sumarfríinu sínu heldur en að lesa.Skiptibókasafnið glæðir svo sannarlega lífi í lestur þeirra sem búa á Súðavík en Dagbjört segir íbúa bæjarins vera mikla lestrarhesta. Þeir sem ferðast um bæinn mega að sjálfsögðu líka grípa með sér bók ef vantar í fríinu.Mynd/Dagbjört Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Dagbjört Hjaltadóttir, kennari við Súðavíkurskóla, opnaði í vikunni fyrsta skiptibókasafn Íslands í símaklefa að því er hún best veit. „Hugmyndin er að fólk skilji eftir bækur sem það hefur þegar lesið og taki sér bók í staðinn. Ég held að ef við deildum með okkur þá myndi fólk hafa auðveldari aðgang að skemmtilegu lesefni. Og kannski jafnvel prófað að lesa eitthvað sem því dytti aldrei í hug að lesa annars,“ segir Dagbjört sem hefur búið í Súðavík í yfir þrjátíu ár. Hún þurfti að fá leyfi til hjá menningar- og kynningarnefnd Súðavíkurhrepps en segir að það hafi ekki reynst erfitt. „Það er eiginlega fátt bannað hér í Súðavík,“ segir hún og hlær. „Við eigum að nota okkar sköpunargáfu til að glæða bæinn lífi.“Kynntist vísindaskáldsögum í strætó Dagbjört kynntist í fyrsta sinn því að finna gefins notaða bók í strætisvagni í Edinborg fyrir mörgum árum. „Þar var miði sem á stóð: Taktu þessa bók, lestu hana og skildu hana svo eftir fyrir einhvern annan.“ Bókin var vísindaskáldsaga en Dagbjört hafði aldrei áður lesið bók af þeirri tegund.Dagbjört málaði skiltin á safninu sjálf en hugmyndin er að fólk taki bók og skilji eftir aðra í staðinn.Mynd/Dagbjört„Ég hefði kannski aldrei farið að lesa vísindaskáldsögur ef ég hefði ekki fundið hana, þannig að þarna opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér.“ Bókasafnið er í símaklefa sem stendur ónotaður í Súðavík enda notast nær allir á landinu við farsíma nú til dags. Símaklefinn fær því nýtt notagildi eins og bækurnar gera. „Ég vona að fólk gangi vel um þetta,“ segir Dagbjört en jafnvægi verður að vera á milli þess hversu mikið af bókum fólk skilur eftir og hversu mikið það tekur. Þannig vonar Dagbjört að fleiri bæti í safnið, til dæmis þætti henni gaman að því að í bókasafninu væru bækur á þýsku, en á sama tíma má safnið ekki fyllast um of.Bækurnar í safninu eru ansi fjölbreyttar. Þar má finna allt frá Lágkolvetna bókinni til Bókarinnar um veginn og nokkur morð á milli eins og Dagbjört segir sjálf á Facebook síðu sinni.Mynd/Dagbjört„Ég vona líka að fólk hafi glóru til að vera ekki að skilja eftir mikið af bókum í einhverjum pokum. Ég skuldbatt mig svolítið til að sjá um að það verði snyrtilegt þarna í kringum þannig að ég vona að fólk fari ekki offari. Ég á svo erfitt með að henda bókum eins og svo margir.“ Dagbjört segist ekki geta hugsað sér að henda nýjum bókum og hvað þá gersemum sem lesnar hafa verið spjaldanna á milli svo á sér.Hvetur aðra til að koma upp skiptibókasafni „Það er ekkert dásamlegra en að gleyma sér yfir góðri bók,“ segir Dagbjört en hún vill með uppátækinu hvetja Íslendinga alla til þess að lesa meira. „Ég er kennari og tel að fólk lesi aldrei nóg. Kannski nú til dags sérstaklega.“ Hún hvetur aðra til þess að koma upp skiptibókasöfnum enda segir hún það ekki þurfa að vera mikil fyrirhöfn. „Skiptibókasafn þarf ekki að vera meira en góður trékassi með loki. Hann getur verið hvar sem er. Ég held að við Íslendingar ættum að sameinast meira um að samnýta bækur.“ Skiptibókasafnið stendur nálægt tjaldstæðinu í Súðavík í Gamla þorpinu sem einnig gengur undir nafninu Ytra þorp. Safnið hefur þegar fengið góðar viðtökur að mati Dagbjartar. „Þegar þetta hafði staðið í sólarhring þá kíkti ég og þá hafði fólk strax tekið bækur og skilið eftir bækur,“ segir hún hæstánægð og segist ekkert gera annað en í sumarfríinu sínu heldur en að lesa.Skiptibókasafnið glæðir svo sannarlega lífi í lestur þeirra sem búa á Súðavík en Dagbjört segir íbúa bæjarins vera mikla lestrarhesta. Þeir sem ferðast um bæinn mega að sjálfsögðu líka grípa með sér bók ef vantar í fríinu.Mynd/Dagbjört
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira