Baltasar Kormákur: „Maður verður að læða þeim inn sem manni þykir vænst um“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 26. júlí 2015 13:30 Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, lífið í Skagafirði, ástina sem hann fann í Lilju og hvernig það var að stíga aftur á svið í Þjóðleikhúsinu eftir margra ára hlé.Saknarðu þess aldrei að leika?„Jú og nei. Mér finnst ógeðslega gaman að leika. Ég fór á svið aftur eftir langan tíma, í Listaverkinu sem var sýning sem við sýndum einhverjum fimmtán árum áður. Það hljómaði vel og þetta var hálfgert nostalgíukast, við Ingvar E. og Hilmir Snær komnir aftur á svið í Þjóðleikhúsinu. En ég hugsa að það að leika í bíómynd sé sennilega auðveldara fyrir mig. Ég hef áhuga á því og mig langar að gera það, og það getur verið að ég geri það eitthvað. Ég held ég hafi orðið miklu betri leikari á því að leikstýra."Svo seturðu fjölskylduna, Lilju og börnin, stundum í lítil hlutverk í myndunum þínum?„Já, maður verður að læða þeim inn sem manni þykir vænst um. Ég hef lýst því þannig ég er leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur í hjartanu, fyrst og fremst leikstjóri. Framleiðandi kannski því ég er góður í viðskiptum. Það hefur alltaf legið fyrir mér og ég hef þörf á því að sjá um mín mál og láta ekki aðra passa uppá mig. Ég hef kannski orðið framleiðandi að neyð og svo hefur það gengið vel og þá vill maður halda áfram." Hann segist aðallega laga handrit sem höfundur. „Ég er mjög góður í að gera aðlögun úr bók í bíómynd, og laga handrit. Meira svona eins og dramatúrg sem kemur sennilega úr leikhúsinu. Leikarinn er meira svona Balti í sumarfríi. Ógeðslega gaman, gaman að gera það, en ég vakna ekki á morgnana og hugsa: Vá, hvað mig langar að leika Hamlet. Ég fann það þegar ég varð leikstjóri. Þá vaknaði ég á morgnana og hugsaði hvernig get ég gert betri bíómynd. Leikarinn fór þá dálítið í aftursætið." Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 „Það sérstaka við þessa mynd er að Balti var tilbúinn að ganga skrefinu lengra“ Kvikmyndaverið Universal sem framleiðir kvikmyndina Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks birti í gær myndband á Youtube þar sem sýnt er á bak við tjöld við gerð myndarinnar. 24. júlí 2015 11:15 Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Baltasar Kormákur: Það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 25. júlí 2015 12:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sjá meira
Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, lífið í Skagafirði, ástina sem hann fann í Lilju og hvernig það var að stíga aftur á svið í Þjóðleikhúsinu eftir margra ára hlé.Saknarðu þess aldrei að leika?„Jú og nei. Mér finnst ógeðslega gaman að leika. Ég fór á svið aftur eftir langan tíma, í Listaverkinu sem var sýning sem við sýndum einhverjum fimmtán árum áður. Það hljómaði vel og þetta var hálfgert nostalgíukast, við Ingvar E. og Hilmir Snær komnir aftur á svið í Þjóðleikhúsinu. En ég hugsa að það að leika í bíómynd sé sennilega auðveldara fyrir mig. Ég hef áhuga á því og mig langar að gera það, og það getur verið að ég geri það eitthvað. Ég held ég hafi orðið miklu betri leikari á því að leikstýra."Svo seturðu fjölskylduna, Lilju og börnin, stundum í lítil hlutverk í myndunum þínum?„Já, maður verður að læða þeim inn sem manni þykir vænst um. Ég hef lýst því þannig ég er leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur í hjartanu, fyrst og fremst leikstjóri. Framleiðandi kannski því ég er góður í viðskiptum. Það hefur alltaf legið fyrir mér og ég hef þörf á því að sjá um mín mál og láta ekki aðra passa uppá mig. Ég hef kannski orðið framleiðandi að neyð og svo hefur það gengið vel og þá vill maður halda áfram." Hann segist aðallega laga handrit sem höfundur. „Ég er mjög góður í að gera aðlögun úr bók í bíómynd, og laga handrit. Meira svona eins og dramatúrg sem kemur sennilega úr leikhúsinu. Leikarinn er meira svona Balti í sumarfríi. Ógeðslega gaman, gaman að gera það, en ég vakna ekki á morgnana og hugsa: Vá, hvað mig langar að leika Hamlet. Ég fann það þegar ég varð leikstjóri. Þá vaknaði ég á morgnana og hugsaði hvernig get ég gert betri bíómynd. Leikarinn fór þá dálítið í aftursætið."
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00 „Það sérstaka við þessa mynd er að Balti var tilbúinn að ganga skrefinu lengra“ Kvikmyndaverið Universal sem framleiðir kvikmyndina Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks birti í gær myndband á Youtube þar sem sýnt er á bak við tjöld við gerð myndarinnar. 24. júlí 2015 11:15 Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Baltasar Kormákur: Það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 25. júlí 2015 12:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Baltasar Kormákur var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. 24. júlí 2015 07:00
„Það sérstaka við þessa mynd er að Balti var tilbúinn að ganga skrefinu lengra“ Kvikmyndaverið Universal sem framleiðir kvikmyndina Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks birti í gær myndband á Youtube þar sem sýnt er á bak við tjöld við gerð myndarinnar. 24. júlí 2015 11:15
Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00
Baltasar Kormákur: Það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. 25. júlí 2015 12:00