Ragnheiður Elín verulega ósátt við skrif á Kjarnanum Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2015 00:01 Ragnheiður Elín Árnadóttir. Vísir/GVA Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er vægast sagt ósátt við vefmiðilinn Kjarnann en hún lét þá skoðun sína í ljós á Facebook-síðu sinni í kvöld. Málið varðar Pælingu dagsins sem birtist á Kjarnanum í morgun undir fyrirsögninni: Gott fyrir Ragnheiði Elínu að laun hennar eru ekki árangurstengd. Þar er rifjuð upp sú staðreynd að Ragnheiður Elín er tekjuhæsti alþingismaðurinn með rúmar 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Er ráðherratíð Ragnheiðar Elínar sögð einkennast af vandræðagangi og „kjördæmapoti“. Er Ragnheiður jafnframt gagnrýnd fyrir að hafa sagt að sprenging í komum ferðamanna til landsins hefði sett vinnu við stefnumótun í ferðaþjónustu í uppnám. Segir Kjarninn þess afsökun Ragnheiðar Elínar ekki halda vatni enda hafi fjölgun ferðamanna ekki komið neinum á óvart. „Sá eini sem er í sjokki yfir fjölgun ferðamanna er ferðamálaráðherrann sjálfur, sem er eilítið spaugilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa varið háum fjármunum í að laða þá til sérstaklega landsins,“ segir í Pælingu dagsins á vef Kjarnans. Ragnheiður segist ekki geta orða bundist vegna þessa skrifa á vef Kjarnans. „Auðvitað var pistillinn (eins og flestir rætnir pistlar) nafnlaus og skrifaður undir heitinu “Pæling dagsins”.“ Hún ítrekar að henni gæti ekki verið meira sama um það hvort þessum tiltekna pistlahöfundi líki við hana eða ekki. „Og hann má hafa allar skoðanir á mér og mínum verkum. Ég vil hins vegar gera nokkrar efnislegar athugasemdir við pistilinn.“ Ragnheiður segist hvorki vera í „sjokki“ yfir fjölgun ferðamanna til landsins né heldur að þessi fjölgun hafi komið henni á óvart. Hún segir meiri fjármunum hafa verið varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum en á síðustu tveimur árum, síðan núverandi ríkisstjórn tók við. „Það er t.d. mun meira en síðasta ríkisstjórn gerði, sem er þá væntanlega sú ríkisstjórn sem pistlahöfundur er að gagnrýna þegar hann talar um hversu “spaugilegt” það er að fjölgun ferðamanna komi stjórnvöldum á óvart þegar stórum fjárhæðum hefur verið varið í að laða sömu ferðamenn til landsins. Frá því að ég tók við embætti hefur a.m.k. mun meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða en til markaðsstarfs.“ Hún segir Kjarnann gera ummæli hennar í fréttum Ríkisútvarpsins að umtalsefni þegar hún lýsti því að Íslendingar hefðu verið teknir í bólinu varðandi fjölgun ferðamanna. „Þar var ég að bregðast við spurningunni um það hvort við hefðum ekki átt að byrja löngu fyrr? Jú, auðvitað hefðu við ( sem Íslendingar, sem stjórnvöld, sem ferðaþjónusta) átt að gera það fyrr, t.d. á síðasta kjörtímabili, þar síðasta og jafnvel því á undan, þegar allar þessar spár lágu fyrir. Og hvað? Færir það okkur fram í umræðunni ef ég myndi nú leggja alla áhersluna á að finna einhvern annan í fortíðinni sem hefði átt að gera eitthvað annað og miklur meira og miklu fyrr?,“ spyr Ragnheiður sem svarar jafnframt spurningunni með því að segja að svo er ekki. Hún segist frekar vilja ræða það sem gert hefur verið á síðustu tveimur árum í sinni tíð. Hún segist hafa sett ferðamálin í forgang frá upphafi og segir fjölmörg önnur verkefni í gangi fyrir utan aukið fjármagn til innviðauppbyggingar. „Og aftur að nafnlausa pistlinum, en þar er aðeins vikið að stefnumótuninni og sagt að steininn hafi tekið úr í vandræðagangi mínum þegar ég hafi sagt að “sprenging í komum ferðamanna til landsins hefði sett vinnu við stefnumótum í ferðaþjónustu í uppnám”? (Ég tek sérstaklega fram að stafsetningarvillurnar eru þeirra). En þetta er algjör uppspuni – ég hef bara hvergi sagt þetta og skil hreinlega ekki við hvað er átt.“ Hún segir að sér finnist það hundfúlt að náttúrupassinn hafi ekki orðið að lögum en vinna þurfi málið út frá þeim möguleika. Hún segir pistlahöfund Kjarnans mega kalla það vandræðagang ef hann vill. „Það væri samt kannski málefnalegra og málinu meira til framdráttar ef hann legði sitt til málanna og kæmi með sína tillögu.“Stundum þarf að skrifa langa pistla. Ég þurfti þess núna.Pæling vegna pælingar dagsins.Það fylgir þátttöku í pólitík...Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, July 26, 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er vægast sagt ósátt við vefmiðilinn Kjarnann en hún lét þá skoðun sína í ljós á Facebook-síðu sinni í kvöld. Málið varðar Pælingu dagsins sem birtist á Kjarnanum í morgun undir fyrirsögninni: Gott fyrir Ragnheiði Elínu að laun hennar eru ekki árangurstengd. Þar er rifjuð upp sú staðreynd að Ragnheiður Elín er tekjuhæsti alþingismaðurinn með rúmar 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Er ráðherratíð Ragnheiðar Elínar sögð einkennast af vandræðagangi og „kjördæmapoti“. Er Ragnheiður jafnframt gagnrýnd fyrir að hafa sagt að sprenging í komum ferðamanna til landsins hefði sett vinnu við stefnumótun í ferðaþjónustu í uppnám. Segir Kjarninn þess afsökun Ragnheiðar Elínar ekki halda vatni enda hafi fjölgun ferðamanna ekki komið neinum á óvart. „Sá eini sem er í sjokki yfir fjölgun ferðamanna er ferðamálaráðherrann sjálfur, sem er eilítið spaugilegt í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa varið háum fjármunum í að laða þá til sérstaklega landsins,“ segir í Pælingu dagsins á vef Kjarnans. Ragnheiður segist ekki geta orða bundist vegna þessa skrifa á vef Kjarnans. „Auðvitað var pistillinn (eins og flestir rætnir pistlar) nafnlaus og skrifaður undir heitinu “Pæling dagsins”.“ Hún ítrekar að henni gæti ekki verið meira sama um það hvort þessum tiltekna pistlahöfundi líki við hana eða ekki. „Og hann má hafa allar skoðanir á mér og mínum verkum. Ég vil hins vegar gera nokkrar efnislegar athugasemdir við pistilinn.“ Ragnheiður segist hvorki vera í „sjokki“ yfir fjölgun ferðamanna til landsins né heldur að þessi fjölgun hafi komið henni á óvart. Hún segir meiri fjármunum hafa verið varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum en á síðustu tveimur árum, síðan núverandi ríkisstjórn tók við. „Það er t.d. mun meira en síðasta ríkisstjórn gerði, sem er þá væntanlega sú ríkisstjórn sem pistlahöfundur er að gagnrýna þegar hann talar um hversu “spaugilegt” það er að fjölgun ferðamanna komi stjórnvöldum á óvart þegar stórum fjárhæðum hefur verið varið í að laða sömu ferðamenn til landsins. Frá því að ég tók við embætti hefur a.m.k. mun meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða en til markaðsstarfs.“ Hún segir Kjarnann gera ummæli hennar í fréttum Ríkisútvarpsins að umtalsefni þegar hún lýsti því að Íslendingar hefðu verið teknir í bólinu varðandi fjölgun ferðamanna. „Þar var ég að bregðast við spurningunni um það hvort við hefðum ekki átt að byrja löngu fyrr? Jú, auðvitað hefðu við ( sem Íslendingar, sem stjórnvöld, sem ferðaþjónusta) átt að gera það fyrr, t.d. á síðasta kjörtímabili, þar síðasta og jafnvel því á undan, þegar allar þessar spár lágu fyrir. Og hvað? Færir það okkur fram í umræðunni ef ég myndi nú leggja alla áhersluna á að finna einhvern annan í fortíðinni sem hefði átt að gera eitthvað annað og miklur meira og miklu fyrr?,“ spyr Ragnheiður sem svarar jafnframt spurningunni með því að segja að svo er ekki. Hún segist frekar vilja ræða það sem gert hefur verið á síðustu tveimur árum í sinni tíð. Hún segist hafa sett ferðamálin í forgang frá upphafi og segir fjölmörg önnur verkefni í gangi fyrir utan aukið fjármagn til innviðauppbyggingar. „Og aftur að nafnlausa pistlinum, en þar er aðeins vikið að stefnumótuninni og sagt að steininn hafi tekið úr í vandræðagangi mínum þegar ég hafi sagt að “sprenging í komum ferðamanna til landsins hefði sett vinnu við stefnumótum í ferðaþjónustu í uppnám”? (Ég tek sérstaklega fram að stafsetningarvillurnar eru þeirra). En þetta er algjör uppspuni – ég hef bara hvergi sagt þetta og skil hreinlega ekki við hvað er átt.“ Hún segir að sér finnist það hundfúlt að náttúrupassinn hafi ekki orðið að lögum en vinna þurfi málið út frá þeim möguleika. Hún segir pistlahöfund Kjarnans mega kalla það vandræðagang ef hann vill. „Það væri samt kannski málefnalegra og málinu meira til framdráttar ef hann legði sitt til málanna og kæmi með sína tillögu.“Stundum þarf að skrifa langa pistla. Ég þurfti þess núna.Pæling vegna pælingar dagsins.Það fylgir þátttöku í pólitík...Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, July 26, 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira