Enski boltinn

Martínez hefur áhuga á varnarmanni Celtic

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Dijk er kannski á leið til Everton.
Van Dijk er kannski á leið til Everton. vísir/getty
Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, hefur samkvæmt breskum fjölmiðlum áhuga á Virgil van Dijk, varnarmanni Celtic.

Everton er í miðvarðaleit en reynsluboltinn Sylvain Distin er farinn frá félaginu sem og Antolin Alcaraz og þá er hugsanlegt að John Stones sé á förum til Englandsmeistara Chelsea.

„Á þessum tíma er leikmenn orðaðir við hin og þessi lið,“ sagði Martínez sem er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Everton.

„Hópurinn okkar er ekki enn tilbúinn. Við erum að leita að leikmönnum í tvær stöður og við verðum að passa að þeir passi fullkomlega inn í hópinn.

„Við erum að leita að miðverði. Tveir reyndir miðverðir hafa yfirgefið félagið svo við þurfum að fylla þeirra skörð. Ég er að skoða tvo unga leikmenn sem eru í hópnum okkar en sennilega þurfum við nýjan miðvörð.“

Van Dijk ku vera undir smásjánni hjá Martínez en Hollendingurinn hefur leikið vel fyrir Celtic síðan hann kom til skoska liðsins frá Groningen 2013.

Van Dijk lék með Celtic í leikjunum tveimur við Íslandsmeistara Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir skömmu. Celtic fór áfram, 6-1 samanlagt.


Tengdar fréttir

Martínez: McCarthy fer ekki neitt

James McCarthy, miðjumaður Everton, er ekki til sölu. Þetta segir Roberto Martínez, knattspyrnustjóri liðsins.

Everton ekki að bjóða í Evans

Enskir fjölmiðlar fullyrða að varnarmaðurinn sé á leið til Everton en stjóri félagsins segir það rangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×