Enski boltinn

Martínez: McCarthy fer ekki neitt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
"Þú ferð ekki neitt, kallinn minn.“
"Þú ferð ekki neitt, kallinn minn.“ vísir/getty
James McCarthy, miðjumaður Everton, er ekki til sölu. Þetta segir Roberto Martínez, knattspyrnustjóri liðsins.

Tottenham Hotspur og Manchester City hafa áhuga á McCarthy en síðarnefnda liðið vantar miðjumann eftir að kaupin á Fabian Delph duttu upp fyrir á dögunum.

„Hann er ekki til sölu. Hann er mikilvægur hlekkur í okkar liði,“ sagði Martínez um McCarthy sem lék einnig undir hans stjórn hjá Wigan Athletic.

McCarthy, sem er írskur landsliðsmaður, ku vera óánægður með samningsmál sín hjá Everton en núverandi samningur hans rennur út árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×