Enski boltinn

Everton hafnaði risatilboði Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stones ræðir við Roberto Martinez, stjóra Everton.
Stones ræðir við Roberto Martinez, stjóra Everton. Vísir/Getty
Samkvæmt fréttavef Sky Sport hefur Everton hafnað 20 milljóna punda tilboði í varnarmanninn John Stones.

Stones er 21 árs og getur bæði spilað sem miðvörður og hægri bakvörður. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur komið við sögu í 82 leikjum fyrir Everton.

Hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands og komst á varalista Roy Hodgson landsliðsþjálfara Englands fyrir HM í Brasilíu í fyrra. Hann lék svo sinn fyrsta landsleik fyrir England í vináttuleik gegn Perú í maí.

Roberto Martinez, stjóri Everton, leggur mikið traust á Stones en í morgun greindi hann frá því að það væri rangt að félagið væri á höttunum eftir Jonny Evans, varnarmanni Manchester United.


Tengdar fréttir

Everton ekki að bjóða í Evans

Enskir fjölmiðlar fullyrða að varnarmaðurinn sé á leið til Everton en stjóri félagsins segir það rangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×