„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2015 10:27 Björn Þorláksson telur nafna sinn Inga Hrafnsson ekki hafa almannahagsmuni að leiðarljósi, heldur hreina og klára sérhagsmuni. Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs, segir ekki koma til greina, fyrir sitt leyti, að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson útgefanda. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá urðu talsverðar vendingar í útgáfustarfsemi fjölmiðla um helgina. Ámundi Ámundason seldi VefPressunni útgáfu sína sem meðal annars hefur gefið út Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Sjálfur réði Ámundi sig til starfa hjá VefPressunni og Birni Inga, útgefanda. Björn Þorláksson greinir sjálfur frá því sem hann sagði í viðtalinu við þá Frosta Logason og Mána Pétursson og birtir vinum sínum á Facebook. „Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég mynd dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er ekki með neina vöru lengur að selja.“ Svar Björns er afgerandi, en hann segist hafa hugsað málið í tvær nætur? „Svar mitt á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: „Ekki séns í helvíti“ Björn Ingi Hrafnsson.“ Og Björn Þorláksson útskýrir hvers vegna ekki komi til greina að starfa fyrir nafna sinn Björn Inga: „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“ Það vekur svo athygli að fjölmargir fjölmiðlamenn hafa „lækað“ þessi afdráttarlausu ummæli Björns um útgefandann nafna sinn, sem má þá heita til marks um að Björn Ingi sé verulega umdeildur innan þess geira sem hann starfar. Björn Ingi Hrafnsson vill ekki veita Vísi viðtal sem stendur, vegna þessara væringa og sviptinga á fjölmiðlamarkaði. Hann segist pollrólegur í fríi í útlöndum og veiti ekki viðtöl sem stendur.Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann...Posted by Björn Þorláksson on 27. júlí 2015 Tengdar fréttir Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri Vikublaðs, segir ekki koma til greina, fyrir sitt leyti, að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson útgefanda. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá urðu talsverðar vendingar í útgáfustarfsemi fjölmiðla um helgina. Ámundi Ámundason seldi VefPressunni útgáfu sína sem meðal annars hefur gefið út Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Sjálfur réði Ámundi sig til starfa hjá VefPressunni og Birni Inga, útgefanda. Björn Þorláksson greinir sjálfur frá því sem hann sagði í viðtalinu við þá Frosta Logason og Mána Pétursson og birtir vinum sínum á Facebook. „Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég mynd dansa við Binga ef hann byði mér ritstjórastöðu við það sem hann heldur að verði áfram hægt að kalla Akureyri vikublað en var blaðið okkar, okkur hefur verið sagt upp og hann er ekki með neina vöru lengur að selja.“ Svar Björns er afgerandi, en hann segist hafa hugsað málið í tvær nætur? „Svar mitt á Harmageddon eftir að hafa hugsað málið í tvær nætur: „Ekki séns í helvíti“ Björn Ingi Hrafnsson.“ Og Björn Þorláksson útskýrir hvers vegna ekki komi til greina að starfa fyrir nafna sinn Björn Inga: „Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“ Það vekur svo athygli að fjölmargir fjölmiðlamenn hafa „lækað“ þessi afdráttarlausu ummæli Björns um útgefandann nafna sinn, sem má þá heita til marks um að Björn Ingi sé verulega umdeildur innan þess geira sem hann starfar. Björn Ingi Hrafnsson vill ekki veita Vísi viðtal sem stendur, vegna þessara væringa og sviptinga á fjölmiðlamarkaði. Hann segist pollrólegur í fríi í útlöndum og veiti ekki viðtöl sem stendur.Þá liggur það fyrir, kæru vinir. Var í viðtali á Harmageddon áðan og var spurður hvort ég myndi dansa við Binga ef hann...Posted by Björn Þorláksson on 27. júlí 2015
Tengdar fréttir Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55