Fótbolti

Hauks-lausir AIK-liðar völtuðu yfir Sundsvall

Rúnar Már Sigurjónsson fékk að líta gult spjald í leiknum í dag.
Rúnar Már Sigurjónsson fékk að líta gult spjald í leiknum í dag. vísir/getty
Það var Íslendingaslagur í Stokkhólmi í dag þegar AIK tók á móti GIF Sundsvall. Haukur Heiðar Hauksson var ekki í leikmannahópi AIK vegna leikbanns en Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall.

Pa Amat Dibba kom Sundsvall yfir með marki strax á 4. mínútu en þar lengra komust þeir ekki. Henok Goitom jafnaði metin á 19. mínútu og Mohammed Bangura kom AIK í 2-1 andartaki fyrir leikhlé.

Henok Goitom var aftur á skotskónum á 72. mínútu og Fredrik Brustad rak smiðshöggið á 4-1 sigur AIK með marki á 85. mínútu. AIK er í 4. sæti með 27 stig en Sundsvall er í fallbaráttu með 13 stig í 13. sæti.

Jón Guðni og Rúnar Már fengu báðir að líta gula spjaldið í leiknum

Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði IFK Norrköping sem gerði 0-0 jafntefli við IFK Göteborg á útivelli. Hjálmar Jónsson sat allan leikinn á bekknum hjá IFK Göteborg, sem klúðraði vítaspyrnu 6 mínútum fyrir leikslok.

Göteborg er enn á toppi deildarinnar með 34 stig en Norrköping er í 3. sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×