Enski boltinn

QPR fær tvo milljarða vegna sölu Sterling til City

Raheem Sterling er hér í leik gegn sínu uppeldisfélagi, QPR.
Raheem Sterling er hér í leik gegn sínu uppeldisfélagi, QPR. vísir/getty
Sú svimandi háa upphæð sem Manchester City greiðir fyrir Raheem Sterling fer ekki öll í vasa John Henry og eigenda Liverpool. Sterling er uppalinn hjá QPR en var í dag seldur frá Liverpool til Manchester City fyrir um 10,1 milljarð króna.

Liverpool keypti Sterling á sínum tíma frá QPR fyrir um 100 milljónir króna þegar hann var 15 ára gamall og í samningi félaganna var ákvæði sem hljóðaði svo að QPR fengi 20% af kaupverðinu ef Sterling yrði seldur frá Liverpool.

Sterling spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool þegar hann var 17 ára gamall árið 2012. Hann lék alls 129 leiki fyrir Liverpool og verður dýrasti enski leikmaður sögunnar þegar gengið verður frá kaupunum til Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×