Ísland hefur staðfest þátttöku sína í Eurovision á næsta ári Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 14:15 Svíþjóð vann Eurovision í fyrra. Vísir/EPA Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Ísland verður með í Eurovision á næsta ári en RÚV hefur staðfest þátttöku okkar Íslendinga í keppninni. Ísland er þrettánda landið sem staðfestir þátttöku sína í keppninni árið 2016 en hún verður haldin í Stokkhólmi. Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Noregur, Lettland, Litháen, Eistland, Holland, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Írland hafa einnig staðfest þátttöku sína. Undanúrslitakvöldin tvö verða 10. og 12. maí en úrslitakvöldið verður 14. maí í Globe Arena. Ljóst var að keppnin yrði haldin í Svíþjóð eftir að Måns Zelmerlöv bar sigur úr býtum með lag sitt Heroes en þrjár borgir þar í landi vildu halda keppnina. Svíþjóð hélt Eurovision keppnina síðast árið 2013 eftir að Loreen sigraði en þá héldu keppendur til Malmö þar sem keppnin var haldin.María steig á svið fyrir hönd Íslendinga nú í ár.Vísir/EPAÓttast um þátttöku Íslands í ár Ísland hefur tekið þátt í Eurovision sleitulaust frá árinu 1986 fyrir utan þau tvö ár þar sem við duttum úr keppni vegna þess hve fá stig við fengum. Það voru árin 1998 og 2002. Því hefur stöku sinnum verið velt upp hvort rétt væri að hætta þátttöku í keppninni um stund sökum þess hve dýrt það er að taka þátt en það hefur þó aldrei orðið raunin. Einnig fór um aðdáendur keppninnar nú í ár þegar skall á með verkfalli BHM en lögbókandi hjá sýslumanni var einn af þeim sem fór í verkfall. Hlutverk lögbókanda hafði um áraraðir verið að fylgjast með og staðfesta niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar í keppninni. En RÚV fann lausn á málinu og því gat María Ólafsdóttir stigið á svið í Vín með framlag okkar Íslendinga í ár „Unbroken“. 40 lönd tóku þátt í síðustu keppni en Ástralía tók þátt í fyrsta skipti í fyrra. Þrjú lönd tóku aftur þátt eftir örstutt hlé frá keppninni en það voru Kýpur, Tékkland og Serbía. Úkraína var eina landið sem keppt hafði árið áður en dró sig úr keppni nú í ár.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira