Innlent

Fundur fólksins í beinni: Félagasamtök, kosningaafmæli og Blueberry Soup

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fundur fólksins fer fram í og við Norræna húsið.
Fundur fólksins fer fram í og við Norræna húsið. Vísir/Stefán
 Fundur fólksins er þriggja daga hátíð um samfélagsmál. Þar kemur fólk saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin dagana 11. til 13. júní. Hægt er að sjá beina útsendingu frá viðburðinum hér að neðan en sent er úr hátíðarsal Norræna hússins.

„Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið,“ segir á síðu viðburðarins. „Hátíðin er vettvangur til fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan og utandyra.“

Dagskráin í dag er eftirfarandi:

15:00 – 17:00 – Mikilvægi félagasamtaka. Hátíðarsalur Norræna hússins.

Umræða um virði frjálsra félagasamtaka í samfélagsumræðunni og sem þrýstiafl.

17:00 – 18:30 – 100 ára kosningaafmæli kvenna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

20:30 – 22:30 – Kvikmyndin Blueberry Soup. Hátíðarsalur Norræna hússins.

Stjórnarskrárfélagið og Píratar standa sameiginlega að sýningu heimildarmyndarinnar Blueberry Soup sem var tekin hér á landi. Myndin er á ensku og án þýðingartexta. Umræður um efni myndarinnar við leikstjórann Eileen Jerrett strax á eftir sýningu hennar. Þau Andri Snær Magnason, Katrín Oddsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svavar Knútur taka þátt í umræðunum.

Nánari upplýsingar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×