Átta flugvélar Icelandair neyðst til að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðasta áratug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2015 16:43 Frá Reykjavíkurflugvelli vísir/vilhelm Aðeins átta flugvélar neyddust til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005-2014 eða að meðaltali minna en ein flugvél á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. Flugáætlanir berast í rafrænum skeytum og taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma, varaflugvallar ef á þarf að halda og fleiri þátta. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lendingu. Aðrar upplýsingar eins og ástæður og hvert flogið verði í staðinn eru alla jafna ekki gefnar. Í svarinu kemur fram að þessar upplýsingar hafi hingað til ekki verið kerfisbundið skráðar. Til að gefa hugmynd um í hve algengt þetta væri var haft samband við Icelandair sem veitti upplýsingar um hve oft vélar, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli, lentu í Reykjavík. Ástæðan var oftast veður. Flestar lendingar á Reykjavíkurflugvelli áttu sér stað árið 2010, alls þrjár. Það sem af er ári hafa tvær vélar neyðst til að lenda í Reykjavík. Í svarinu er einnig tekið fram hve margar vélar hafa lent á Akureyri og Egilsstöðum. Þrettán vélar hafa þurft að lenda á síðarnefnda vellinum árin 2005-2014 og átta vélar á Akureyri á sama tíma. Flestar lendingar á öðrum stað en upphaflega var áætlað áttu sér stað árið 2008 þegar tíu vélar lentu á öðrum stað. Árin 2006 og 2013 þurfti engin vél að gera það.Flugtök og lendingar á Keflavíkurflugvelli 1995-2014 | Create infographics Helgi Hrafn spurði einnig um hve margar flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli undanfarin tuttugu ár. Svar ráðherra tekur fram hve margar vélar lenda og takast á loft. Athyglisvert er að þrefalt fleiri hreyfingar voru árið 2014 heldur en árið 1995.Almannaflug spannar annað borgaralegt flug til landsins en farþega- eða vöruflug og er þar í flestum tilfellum um flug einkaflugvéla að ræða. Undir yfirskriftinni aðrar hreyfingar eru taldar snertilendingar, þ.e. æfinga- og kennsluflug bæði borgaralegra flugvéla og herflugvéla. Að öðru leyti er allt innanlandsflug og allt ríkisflug, t.d. á vegum Landhelgisgæslunnar, sett í þennan dálk.Undanfarin tuttugu ár hafa 1.271.292 hreyfingar, en hreyfing telst sem flugtak og lending, átt sér stað á Keflavíkurflugvelli. Þá eru hreyfingar þessa árs taldar með. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Aðeins átta flugvélar neyddust til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005-2014 eða að meðaltali minna en ein flugvél á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. Flugáætlanir berast í rafrænum skeytum og taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma, varaflugvallar ef á þarf að halda og fleiri þátta. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lendingu. Aðrar upplýsingar eins og ástæður og hvert flogið verði í staðinn eru alla jafna ekki gefnar. Í svarinu kemur fram að þessar upplýsingar hafi hingað til ekki verið kerfisbundið skráðar. Til að gefa hugmynd um í hve algengt þetta væri var haft samband við Icelandair sem veitti upplýsingar um hve oft vélar, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli, lentu í Reykjavík. Ástæðan var oftast veður. Flestar lendingar á Reykjavíkurflugvelli áttu sér stað árið 2010, alls þrjár. Það sem af er ári hafa tvær vélar neyðst til að lenda í Reykjavík. Í svarinu er einnig tekið fram hve margar vélar hafa lent á Akureyri og Egilsstöðum. Þrettán vélar hafa þurft að lenda á síðarnefnda vellinum árin 2005-2014 og átta vélar á Akureyri á sama tíma. Flestar lendingar á öðrum stað en upphaflega var áætlað áttu sér stað árið 2008 þegar tíu vélar lentu á öðrum stað. Árin 2006 og 2013 þurfti engin vél að gera það.Flugtök og lendingar á Keflavíkurflugvelli 1995-2014 | Create infographics Helgi Hrafn spurði einnig um hve margar flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli undanfarin tuttugu ár. Svar ráðherra tekur fram hve margar vélar lenda og takast á loft. Athyglisvert er að þrefalt fleiri hreyfingar voru árið 2014 heldur en árið 1995.Almannaflug spannar annað borgaralegt flug til landsins en farþega- eða vöruflug og er þar í flestum tilfellum um flug einkaflugvéla að ræða. Undir yfirskriftinni aðrar hreyfingar eru taldar snertilendingar, þ.e. æfinga- og kennsluflug bæði borgaralegra flugvéla og herflugvéla. Að öðru leyti er allt innanlandsflug og allt ríkisflug, t.d. á vegum Landhelgisgæslunnar, sett í þennan dálk.Undanfarin tuttugu ár hafa 1.271.292 hreyfingar, en hreyfing telst sem flugtak og lending, átt sér stað á Keflavíkurflugvelli. Þá eru hreyfingar þessa árs taldar með.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15