Meintur vændisstaður: Ökutæki metin á tugi milljóna á meðal þess sem eigandi Strawberries fær ekki að nálgast Bjarki Ármannsson skrifar 22. júní 2015 22:30 Lögregla hóf rannsókn á Strawberries í kjölfar ítrekaðra ábendinga um vændisstarfsemi. Vísir/Stefán Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu Viðars Más Friðfinnssonar, eiganda kampavínsstaðarins Strawberries, um að kyrrsetningar sýslumannsins í Reykjavík á ákveðnum eignum Viðars yrðu felldar úr gildi, var hafnað. Um er að ræða fjórar kyrrsetningaraðgerðir frá 8. nóvember 2013, sem taka meðal annars til tuttugu ökutækja að verðmæti um fimmtíu milljóna króna.Rannsókn hófst vegna ítrekaðra ábendinga um vændisstarfsemi Viðar Már var haustið 2013 handtekinn og færður í varðhald ásamt fimm öðrum í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi Strawberries. Hann sætti gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Lögregla hóf rannsóknina í kjölfar ítrekaðra ábendinga um að vændisstarfsemi færi fram á staðnum, að því er fram kemur í dómsorðum.Sjá einnig: Kampavínsklúbbum lokað fyrir fullt og allt Lögregla fór fram á það við sýslumannsembættið að tilteknar eignir Viðars Más yrðu kyrrsettar, meðal annars vegna þess að hætta var talin á því að eignunum yrði skotið undan eða að þær glötuðust eða rýrnuðu til muna. Í kröfu Viðars Más segir meðal annars að aðgerðir lögreglu hafi valdið honum ótæpilegu fjártjóni og mannorðshnekki. Þá hafi hald lögreglu á gögnum staðið honum í vegi fyrir að greiða opinber gjöld, tryggingar og þvíumlíkt. Hann áskilji sér því rétt til að halda uppi kröfu til bóta þar sem félög hans hafi verið sektuð vegna vanskila og innheimtuaðgerðir hefjist bráðlega. Í kröfunni er einnig tekið fram að samkvæmt stjórnarskránni eigi þegnar landsins rétt til þess að fá úrlausn um ákæru á hendur sér innan hæfilegs tíma. Jafnframt er vísað til þess að sakborningum sé tryggður réttur til málsmeðferðar án óhæfilegs dráttar, en sem fyrr segir hófust aðgerðir lögreglu síðla árs 2013.Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/GVAGreiddi fyrir ökutæki með fullum poka reiðufjár Lögregla vísaði meðal annars til þess fyrir dómi að ávinningur af ætlaðri brotastarfsemi Viðars kunni að hlaupa á hálfum milljarði króna og verðmæti hinna kyrrsettu muna sé mun minna. Jafnframt telji lögregla sönnunarstöðu vegna ætlaðra brota Viðars Más mun sterka og því þyki ljóst að þeir fjármunir sem kyrrsettir hafa verið við rannsókn málsins verði gerðir upptækir með dómi. Samkvæmt lögreglu lúta ætluð brot Viðars ekki aðeins að skipulegri vændisstarfsemi heldur stórfelldum skattalagabrotum og ætluðum peningaþvætti. Eftirgrennslan hafi leitt í ljós að greiðslu fyrir ökutækin sem kyrrsett hafa verið hafi í mörgum tilvikum borið að með sérkennilegum hætti, til dæmis með fullum poka reiðufjár.Sjá einnig: Kampavínsstúlkur ekki starfsmenn Rannsókn lögreglu á starfsemi Strawberries er lokið og gögn málsins voru send ríkissaksóknara til frekari meðferðar í desember síðastliðnum. Jafnframt var skattyfirvöldum gert viðvart um ætluð skattalagabrot Viðars Más og félaga honum tengdum í maí, en í greinargerð lögreglu segir að ákæra verði ekki gefin út á hendur honum án undanfarandi meðferðar skattyfirvalda. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú hafnað kröfu Viðars Más um að kyrrsetningarnar verði felldar úr gildi. Var ekki fallist á að málið í heild hefði dregist svo lengi að ástæða sé til að verða við kröfunni, þó héraðsdómur segi í úrskurði sínum að það sé aðfinnsluvert hve seint formlegt erindi var sent skattrannsóknarstjóra. Tengdar fréttir Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni. 18. júlí 2013 07:00 Verjandi Strawberries látinn víkja vegna rannsóknarhagsmuna Nafn lögmannsins Stefáns Karls Kristjánssonar fannst í gögnum tengdum starfsemi staðarins, sem lögregla hefur nú til rannsóknar. 5. nóvember 2013 18:30 Kampavínsklúbbum lokað fyrir fullt og allt Rekstri kampavínsstaðanna VIP-club og Strawberries hefur verið hætt vegna meintra brota eigenda. 12. febrúar 2014 19:18 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu Viðars Más Friðfinnssonar, eiganda kampavínsstaðarins Strawberries, um að kyrrsetningar sýslumannsins í Reykjavík á ákveðnum eignum Viðars yrðu felldar úr gildi, var hafnað. Um er að ræða fjórar kyrrsetningaraðgerðir frá 8. nóvember 2013, sem taka meðal annars til tuttugu ökutækja að verðmæti um fimmtíu milljóna króna.Rannsókn hófst vegna ítrekaðra ábendinga um vændisstarfsemi Viðar Már var haustið 2013 handtekinn og færður í varðhald ásamt fimm öðrum í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi Strawberries. Hann sætti gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Lögregla hóf rannsóknina í kjölfar ítrekaðra ábendinga um að vændisstarfsemi færi fram á staðnum, að því er fram kemur í dómsorðum.Sjá einnig: Kampavínsklúbbum lokað fyrir fullt og allt Lögregla fór fram á það við sýslumannsembættið að tilteknar eignir Viðars Más yrðu kyrrsettar, meðal annars vegna þess að hætta var talin á því að eignunum yrði skotið undan eða að þær glötuðust eða rýrnuðu til muna. Í kröfu Viðars Más segir meðal annars að aðgerðir lögreglu hafi valdið honum ótæpilegu fjártjóni og mannorðshnekki. Þá hafi hald lögreglu á gögnum staðið honum í vegi fyrir að greiða opinber gjöld, tryggingar og þvíumlíkt. Hann áskilji sér því rétt til að halda uppi kröfu til bóta þar sem félög hans hafi verið sektuð vegna vanskila og innheimtuaðgerðir hefjist bráðlega. Í kröfunni er einnig tekið fram að samkvæmt stjórnarskránni eigi þegnar landsins rétt til þess að fá úrlausn um ákæru á hendur sér innan hæfilegs tíma. Jafnframt er vísað til þess að sakborningum sé tryggður réttur til málsmeðferðar án óhæfilegs dráttar, en sem fyrr segir hófust aðgerðir lögreglu síðla árs 2013.Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/GVAGreiddi fyrir ökutæki með fullum poka reiðufjár Lögregla vísaði meðal annars til þess fyrir dómi að ávinningur af ætlaðri brotastarfsemi Viðars kunni að hlaupa á hálfum milljarði króna og verðmæti hinna kyrrsettu muna sé mun minna. Jafnframt telji lögregla sönnunarstöðu vegna ætlaðra brota Viðars Más mun sterka og því þyki ljóst að þeir fjármunir sem kyrrsettir hafa verið við rannsókn málsins verði gerðir upptækir með dómi. Samkvæmt lögreglu lúta ætluð brot Viðars ekki aðeins að skipulegri vændisstarfsemi heldur stórfelldum skattalagabrotum og ætluðum peningaþvætti. Eftirgrennslan hafi leitt í ljós að greiðslu fyrir ökutækin sem kyrrsett hafa verið hafi í mörgum tilvikum borið að með sérkennilegum hætti, til dæmis með fullum poka reiðufjár.Sjá einnig: Kampavínsstúlkur ekki starfsmenn Rannsókn lögreglu á starfsemi Strawberries er lokið og gögn málsins voru send ríkissaksóknara til frekari meðferðar í desember síðastliðnum. Jafnframt var skattyfirvöldum gert viðvart um ætluð skattalagabrot Viðars Más og félaga honum tengdum í maí, en í greinargerð lögreglu segir að ákæra verði ekki gefin út á hendur honum án undanfarandi meðferðar skattyfirvalda. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú hafnað kröfu Viðars Más um að kyrrsetningarnar verði felldar úr gildi. Var ekki fallist á að málið í heild hefði dregist svo lengi að ástæða sé til að verða við kröfunni, þó héraðsdómur segi í úrskurði sínum að það sé aðfinnsluvert hve seint formlegt erindi var sent skattrannsóknarstjóra.
Tengdar fréttir Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni. 18. júlí 2013 07:00 Verjandi Strawberries látinn víkja vegna rannsóknarhagsmuna Nafn lögmannsins Stefáns Karls Kristjánssonar fannst í gögnum tengdum starfsemi staðarins, sem lögregla hefur nú til rannsóknar. 5. nóvember 2013 18:30 Kampavínsklúbbum lokað fyrir fullt og allt Rekstri kampavínsstaðanna VIP-club og Strawberries hefur verið hætt vegna meintra brota eigenda. 12. febrúar 2014 19:18 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni. 18. júlí 2013 07:00
Verjandi Strawberries látinn víkja vegna rannsóknarhagsmuna Nafn lögmannsins Stefáns Karls Kristjánssonar fannst í gögnum tengdum starfsemi staðarins, sem lögregla hefur nú til rannsóknar. 5. nóvember 2013 18:30
Kampavínsklúbbum lokað fyrir fullt og allt Rekstri kampavínsstaðanna VIP-club og Strawberries hefur verið hætt vegna meintra brota eigenda. 12. febrúar 2014 19:18