Enski boltinn

Bjóða ekki meira en 40 milljónir punda í Sterling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raheem Sterling í leik með Liverpool.
Raheem Sterling í leik með Liverpool. Vísir/Getty
Samkvæmt fréttavef Sky Sports eru forráðamenn Chelsea ekki reiðubúnir að borga meira en 40 milljónir punda, jafnvirði 8,3 milljarða króna, fyrir Raheem Sterling.

Sterling er á mála hjá Liverpool og á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann hafnaði hins vegar nýju samningstilboði frá Liverpool í vetur.

Manchester City hefur lagt fram tvö tilboð í Sterling en báðum hefur verið hafnað. Félagið bauð fyrst 25 milljónir og svo 40 milljónir.

Liverpool er sagt vilja fá ekki minna en 50 milljónir punda fyrir kappann en Chelsea er ekki sagt vilja greiða meira en 40 milljónir, samkvæmt frétt Sky Sports.

Sterling kom til Liverpool frá QPR árið 2010 og hefur Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ítrekað sagt að Sterling sé ekki til sölu. Hann reikni með því að hann spili með Liverpool út samningstímann.

Liverpool staðfesti í morgun að félagið hafi keypt Roberto Firmino, brasilískan sóknarmann, frá Hoffenheim í Þýskalandi fyrir 21,3 milljónir punda. Það gæti liðkað fyrir sölunni á Sterling.


Tengdar fréttir

Man City hækkaði tilboð sitt í Raheem Sterling

Manchester City hefur sent Liverpool nýtt tilboð í enska landsliðsmanninn Raheem Sterling samkvæmt frétt á BBC og er nú tilbúið að borga 35,5 milljónir punda fyrir þennan tvítuga leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×