Enski boltinn

Liverpool mun hafna öðru tilboði frá City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool mun samkvæmt fréttum enskra miðla hafna öðru tilboði frá Manchester City í sóknarmanninn Raheem Sterling hjá Liverpool.

Liverpool hafnaði 25 milljóna punda tilboði frá City í síðustu viku en Sky Sports greinir frá því að City hafi nú hækkað sig upp í 40 milljónir punda - jafnvirði 8,2 milljarða króna.

Chelsea mun einnig hafa haft áhuga á Sterling en sé ekki reiðubúið að greiða uppsett verð fyrir kappann. Forráðamenn Liverpool eru sagðir vilja fá 50 milljónir punda fyrir hinn tvítuga Sterling.

Sterling á enn tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við Liverpool en hann hafnaði í vetur sem kunnugt er nýju samningstilboði frá félaginu sem hefði tryggt honum 100 þúsund pund í vikulaun.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur sagt að Sterling sé ekki til sölu og að leikmaðurinn yrði áfram í herbúðum félagins út samningstímann.


Tengdar fréttir

Man City hækkaði tilboð sitt í Raheem Sterling

Manchester City hefur sent Liverpool nýtt tilboð í enska landsliðsmanninn Raheem Sterling samkvæmt frétt á BBC og er nú tilbúið að borga 35,5 milljónir punda fyrir þennan tvítuga leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×